Orðið tattoo(húðflúr) er talið koma frá annaðhvort polynesian orðinu ’’ta’’ sem merkir að merkja/slá, eða frá tælenska orðinu ’’tatau’’ sem merkir að merkja eitthvað.
Saga húðflúra er um 5000 ára gömul ef ekki eldri, og nánast hver einasta siðmenning hefur í eitthveri mynd stundað húðflúr.
Húðflúr eru gerð með að litarefni er sett undir skinið, líklegt er að fyrstu húðflúrinn hafi verið gerð að slysni, þar með litlu sári og sóti sem hefur komist í sárið og sárið síðan gróið verðandi til þess að fyrstu húðflúrinn urðu til.
En saga húðflúrs er flókin og hulin leyndarómi þar sem ekki er mikið um að sögulegum sönnunum er um húðflúr.
Elstu húðflúr(þau sem eru vísindalega sönnuð sem húðflúr) eru á 5000 gömlu líki sem fannst í jökli á milli ítalíu og austríkis, talið er að hann hafi haft verið lóðréttar línu meðfram fótum hans, þau eru talin vera af læknisfræðilegum ástæðum frekar en til skrauts. árið 1948 um landamæri rússlands og kína fundust múmíur sem eru um 2400 ára gamlar, húðflúr þeirra erum samansafn af dýrum, sem ertu talin höfða til galdra, en þó sum sem eru talin eingöngu til sýnis, til marks um einstaklinginn.
Hér eru um nokkrar siðmenningar og hópa sem stunduðu húðflúr í eitthveri mynd:
Egyptar
Húðflúr á tímum egypta voru í flestum tilfellum munaðarvara hærri stétta, þó eingöngu konur af hærri stétt og hofgyðjum, á múmíum sem fundust um 1891 voru húðflúr sem voru flókið munstur einfaldra lína og punkta um allan líkama hennar.
Talið er að egyptar hafið útbreitt húðflúrun um heiminn. Á þeim tíma hafði egyptar tengsli við Krít, Grikkland, Persíu og Arabíu, og þaðan fór listin af húðflúra um heiminn alveg til suður Asíu, og þaðan fóru Asískir hirðingjar með listina með sér til japans
Japan
Fyrstu sannanir fyrir húðflúrum í Japan eru á leirstyttum, á þeim eru ágranar myndir sem merkja að húðflúr. Elstu stytturnar eru frá 3.000 BC eða eldri og margar aðrar styttur hafa komið í leitirnar með álíka merkingar. Þessar styttur eru eftirlíkingar af lifandi mönnum, sem trúað var að þær mundu fylgja þeim í dauða til eftirlífsins, og var trúað að húðflúr höfðu þýðingarmikil áhrif í dauða.
Upphaflega voru húðflúr einungis fyrir efristéttir Japans þar á meðal samurai og aðrir aðalsmen. Fyrstu rituðu sagnir um húðflúr í Japan eru frá 297 AD. Japanir virtu húðflúr aðalega sem skrautlegs eðlis en líka sem heilagripir. Horis voru japanskir húðflúrunarmeistarar, þeir voru óumdeildir meistarar, þeir voru um þeir með þeim fyrstu til þess að nota lit af eitthveri alvöru, og þeirra einstaka hönnun á húðflúrum er enn í fullu gangi í dag og hefur lítið breyst. Þeir gáfu húðflúrun mikið af sér þar á meðal notkun lita og skyggingar. Stíll Japanskra húðflúra er hinn klassíski full suit húðflúr.
Polynesia
Í kyrrahafs siðmenningum skipta húðflúr miklu sögulegu gildi. Húðflúr frá þessum heimshluta eru talin með þeim betri og vandaðir á forsögulegu tímum.
Polynesians trúa því að lífskraftur einstaklingsins er sýndur í gegnum húðflúr þeirra.
Þó að meiri hluti þess sem við vitum um þessa fornu listgrein hefur verið gengið í garð með goðsögnum, söng og andlegum athöfnum. Þessar einstaka hönnun sem er oft bætt við og endurgerðar og endurstilltar á lífsleiði einstaklingsins uns þau hylja allan líkamann.
Samoa. Hefðin fyrir að setja húðflúr eða tatau, hefur lengi verið ákveðinn ákvörðum um titil og stöðu. Margir höfðingjar og þeirra aðstoðarmenn báru húðflúr. Voru húðflúr þá sett á fjölskyldu þeirra um kynþroska. Voru þau tákn um leiðtoga hlutverk.
Hin endanleg merking húðflúrsins var þeim tákn um þroska, úthald og þrautseigju.
fyrstu evrópu búar sem stigu á samonan land voru franskir landkönnuðir, þeir voru rituð það um frumbyggja landsins að ’’karlmennirnir höfðu læri sín máluð eða húðflúruð að þeirri leið að þeir sýnast klæddir þó þeir væru nánast naktir’’.
Talið er að með samoans hafi listin um að húðflúra flutts til Nýja Sjálands, sem fór svo um heiminn.
Hawai
Þó ótrúlegt er það að frumbyggjarnir höfðu sín eigin húðflúr þekkt sem Kakau. Þessi húðflúr voru ekki bara til skrauts heldur til þess að gæta að heilsu þeirra og andlegri vel líðan. Voru þau einföld mynstur, í líkingu við vefnað og önnur form. Karlar höfðu húðflúr aðalega á handleggjum, fótum, búk og andliti. En konur voru aftur á móti húðflúraðar á höndum, fingrum og stundum á tungunum. En með komu vestræna trúboða sem neyddu þessa einstöku húðflúr, til þess að aðeins lítil hluti þeirra er eftir í dag. Er þetta bara eitt margra dæmi um það að kirkjan úthúði húðflúrum. Af þeim sökum um að þau væru djöfulleg.
Nýja Sjáland.
Maori af Nýja Sjálandi hafa búið til einkum athyglisverða menningu í kringum húðflúr. Húðflúr þeirra sem kölluð eru Moko, sýnir alla þeirra listhæfilega. Húðflúr þeirra eru einkum lík verkum þeirra sem þeir skera út í við. Einnig er hin sígilda andlitsgríma mikið mark um hæfileika, en þessar grímur er mikil vottur um virðuleika innan ættbálksins, oft voru sigra í stríð eða lífi einstaklinga húðflúraðir á þá.
Indónesía.
Borneo er einn af fáu stöðum í heiminum, þar sem húðflúrun hefur nánast ekkert breyst í gegnum aldirnar. Hönnun og aðferð þeirra hefur ekki breyst í þúsundir ára.
Hönnun borneo er betur þekkt í vesturlöndunum sem tribal húðflúr.
Indland og Taíland.
Í Indlandi og Taílandi er algengt að merki fyrir styrk er sett á handleggi og fætur. Þar eru það munkar sem setja þau á, þessir munkar eru enn að verkum í dag. Þó eru það bara karlmenn sem mega fá þessi húðflúr vegna þess að konur eiga ekki að þurfa að fá meiri styrk þar sem þær eru nógu sterkar.
Afríka.
Í afríku er fólk með svart skin og það er erfiðara að húðflúra einstaklinga með hinum algengu aðferðum. Þó eru húðflúr mjög algeng í mörgum ættbálkum þar. Húðflúr hjá þeim er aðalega gerð að þá er með beittu beini eða hníf skorið í skinnið til blóðs og þá er sérstökum sandi eða ösku, þannig að þau verða eins og blindraletur.
Forna grikkland og Róm
Grikkir lærðu húðflúrun af Persum, konur í Grikklandi voru heilaðar af húðflúrum sem sjaldgæf fegurðarmerki. Rómverjar lærðu að húðflúra af Grikkjum. Margir rómverskir rithöfundar rituðu um að margir þrælar og glæpamenn bæru húðflúr. Einnig var það að allir þrælar sem seldir voru til Asíu voru húðflúraðir með orðunum skattur greiddur.
Bæði Grikkir og Rómverjar notuðu einnig húðflúr sem refsingu. Snemma á fjórðu öld þegar constatine keisari lýsti yfir að kristni yrði ríkistrú þá bannaði hann líka húðflúr á andliti þar sem að manfólk væri skapað í mynd ’’guðs’’ og það ætti ekki að spilla þeirri mynd.
Keltar
Voru ættflokkar sem flökkuðu um evrópu um 1200-700 BC, þeir komu að bretlandi um 400 BC. Mestu minjar um þá eru í írlandi, wales og skotlandi. Keltar voru uppfullir af húðflúrum. Húðflúr frá keltum voru bláleit og voru sérstök þar sem þau voru full af smáatriðum. Hönnun þeirra var líka einstök þar sem þau voru full af flóknum spírölum, flóknum knotworks sem eru örugglega mest þekkt. Í þessum verkum er það að þau línur leggjast jafnvel yfir hvor aðra en samt skerast á. Líkast þau flóknum völundarhúsi, sem merkir það að þú veist aldrei hvaða leið líf þitt getur tekið.
Mið og suður Ameríka
Í perú fundust inka múmíur sem er frá 11 öld sem bera merki húðflúra. Á skjölum frá 16 öld frá spænskum landkönnuðum, er ýtarlegar lýsingar á mayan húðflúrun. Að þessum skjölum er hægt að lesa það að húðflúrun var mjög algeng meðal frumbyggja. Í mexíkó og mið ameríku eru húðflúr merki um hugrekki og styrk. Þegar cortez og hans landkönnuðir, árið 1519 við strönd mexíkó þá brá þeim mikið við það að sjá frumbyggjar tilbáðu ekki bara ’’djöfullin’’ heldur höfðu þeir einnig komið myndum af honum á skinið á þeim, og spánverjar sem aldrei heyrt um húðflúr álit þetta verk satans.
Norður Ameríka
samkvæmt heimildum er húðflúrun mjög útbreidd á meðal innfæddra. Þá voru sterkustu hermenn ættbálksins þekktir af húðflúrum sínum. Hjá inúítum var það hefð að húðflúra kinn kvenna til að sýna hjúskaparstöðu og ættbálk
Árið 1846 var opnuð hin fyrsta varanlega húðflúrunarstofa í New York og byrjaði þannig hefð fyrir því að húðflúra hermenn báðu megin við borgarstyrjöldina. Árið 1891 var hin rafknúna húðflúrunarvél fyrst notuð og var hún hönnuð af Samuel O´Reilly.
Austurlöndin
Á tímum gamla textametsins, voru hinn frjálsi heimur að húðflúra. Var það að merki bannað þar samkvæmt biblíutexta.
Þú skalt ey merkja né skera hold þitt fyrir þá dauðu né merkja hold þitt (19:28). Þannig að húðflúrun var ekki mikið stunduð þar. Í kóraninum er líka svipað að segja um húðflúr. Húðflúr voru talin skemma ásjón mansins fyrir guði, og þannig bönnuð
Víkingar
Samkvæmt textum frá arabíu sem lýsa heimsókn víkinga, frá í kringum 1100, var þeim lýst sem ruddum, skítugum og húðflúraðir frá fingurnöglum til háls með dökk bláum lit í trémynstri og öðrum fígúrum . Talið er að stíl víkinga sé svipaður húðflúrum Kelta og rúnaletur var líka notað sem húðflúr.
England
Þegar landkönnuðir komu frá pólynesian, komu þeir oft með húðflúraða frumbyggja til að sýna fram á hversu ’’fágaðir’’ evrópubúar væru. En eftir ferðir flotans til polynesian varð húðflúr hefð í sjóhernum, jafnvel svo mikið að það var nánast alltaf einn atvinnuhúðflúrari í hveri höfn. Árið 1862 fékk prinsinn af Wales, (seinna Georg V konungur) sitt fyrsta húðflúr. Jerúsalemaskan kross á handleggin. Með þessu varð húðflúrun algeng á efstu stéttum englands. Árið 1862 fengu hann og synir hans húðflúr frá japanska húðflúrunarmeistaranum Hori Chiyo. Með þessu varð það hefð konungsfjölskyldunnar að fá húðflúr með herþjónustu.(engar heimildir eru um að þessi hefð er enn við líði). En með því að breska konungsfjölskyldan opnuðu dyr sínar fyrir húðflúrum þá breiddist húðflúrun til annarra konungsfjölskylda í evrópu þar á meðal, konungur Danmerkur, rúmeníu og rússlands. Oft voru það fjölskyldu skjöldurinn (family cest) sem voru húðflúruð. Eining má geta að konungur Spánar er með húðflúr. Og móðir Winston Churchill, var með húðflúraðan snák á höndin, sem hún faldi með demantsfesti. Winston Churchill var sjálfur með húðflúr.
heimildir wikipedia, Life of ink, Under the skin og margar ónefndar vefsíður.
its all about the power of death.