Einhver var að segja að alli væru eins klæddir, ástæðan fyrir því er sú að 80% fataverslana (17, J&J, gk, mótor og hvað sem þetta heitir) eru að selja föt sem eru mestmegnis grá á litinn. Þegar fólk fer inn í tískuvöruverslun og sér allt grátt og svart þar þá er “þetta er í tísku í dag” það fyrsta sem það hugsar og svo sér það eina og eina græna eða ljósbláa skyrtu eða buxur inn á milli í rekkanum en þorir ekki að kaupa það því þá heldur það að það sé ekki í tísku. Ef þið farið í Spútnik þá sjáið þið ekki eina einustu gráu flík þar inni, þetta er allt í mismunandi litum og öðrvísi snið á fötunum. En gallinn er sá að það þarf einhvern til að brjóta ísinn og þessi einhver þurfa að vera verslunar eigendur eða fata hönnuðir. Það gefur sér bara auga leið hér á íslandi að það sem fólk finnur eða sér í búðum kaupir það sem það sér(sígilda íslenska kaupæðið) þannig fólk kaupir ekki litrík föt nema að þau sjái þau í búðum og MIKIÐ af þeim. Þannig að ástæðan fyrir því að allir eru eins á íslandi er meðalannars sú að tískuvöruverslanir stjórna meiginhluta tískunnar á íslandi og fólk er ekki nógu sjálfstætt og þorið til að fara í kormák og skjöld eða eitthvað þessum “öðrvísi” búðum til að versla sér föt. Flestir sem klæða sig ekki í föt úr dýrri og vinsælli tískuvöruverslun eru ekki “inn” eða “wierd”
Sem betur fer er maður farinn að sjá liti í fötunum núna, en það er bara því það er sumar og allir ættla í nauth.vík. í sólbað ekki satt?