Ég ætla að segja ykkur sögu.
Í 7.bekk þá lifði ég frábæru lífi, fyrir utan það litla smáatriði að ég var frekar mikið dæmd fyrir útlitið mitt og átti fáa vini en svona gerist oft, krakkar eyða ekki tíma í að pæla í persónuleikanum hjá fólki, leiðinleg saga sú.
En 7.bekkur var örugglega skemmtilegasti tíminn minn, mér var alveg sama í hverju ég gekk, mér var alveg nákvæmlega sama hvað fólki fannst um mig og mér var bara sama um þetta allt saman, það náði ekki svo mikið til mín þegar krakkar sögðu að ég væri ljót eða feit eða í ljótum fötum, ég hlustaði ekkert á þau.
En svo í kringum ferminguna í 8.bekk gerðist eitthvað, ég heyrði einn kalla mig feita. Svo heyrði ég annann kalla mig misheppnaða. Svo fleiri að kalla mig ljóta.
Þá fór ég að pæla, í öll þessi ár sem fólk hefði kallað mig þetta og allt í einu var einsog flóðbylgja af þessu kæmi yfir mig og ég tók mark á þessu öllu saman, mér fannst ég ljót, mér fannst ég feit, og mér fannst ég vera með hræðilegann persónuleika.
Svo batnaði það ekki þegar mamma sagði að ég væri með ættarkeppina, þá var ég alveg búin að fá nóg. Og ég hef aldrei beint verið manneskja sem getur allt í einu hætt að gera hitt og þetta, en þarna tókst mér það. Ég hætti að éta, það var reyndar bara 3 vikur sem fóru í það að éta ekkert, en samt sem áður, þá hætti ég því.
Svo í 9.bekk gerðist svolítið annað, ég fór í skólaferðalag. Og þar var skaffað handa okkur að éta og svona og ég er hrikalega matvönd, svo þarna vandist ég á það að éta ekkert nammi því nammi var bannað og ég vandist því að éta ekki neitt, og ég léttist um 7 kg.
Svo gerðist það að það komu vikur sem ég át ekki neitt og svo vika inná milli sem ég át einsog hestur og öll kílóin söfnuðust á mig. En þarna var ég búin að létta um 10 kg. á einu ári, og var langt undir kjörþyngd.
Svo gerðist það líka núna í sumar að ég át, og oftar en ekki fór ég að æla matnum.
En mér fannst ég aldrei nógu fín, það var alltaf eitthvað að, ef það var ekki líkaminn, þá var það útlitið, og ef það var ekki útlitið, þá var það líkaminn, og mér fannst ég alltaf frekar vera að fitna heldur en að mjókka, en önnur var rauninn, ég var að verða að engu.
Svo steig ég einu sinni á viktina og viti menn, ég var 36 kg, og tæplega 160 á hæð.
Og þarna fékk ég bara vitrun, eða eitthvað, og fattaði að ég var bara að verða að engu. Ég var að gera eitthvað sem ég sjálf vildi aldrei verða, ég var orðin einhver sem mér fannst miður skemmtilegt.
Svo ég byrjaði að borða almennilega, og oft ældi ég því maginn neitaði matnum, en það vandist og nú er ég orðin góð, en það breytist ekki að mér finnst ég vera rosalega feit, mér finnst ég vera ógeðsleg.
Er þetta virkilega sem fólk vill að gerist fyrir aðra manneskju þegar það segjir við hana að hún sé feit, eða ógeðsleg?
Afhverju segjir fólk við hvort annað að það sé feitt, eða ljótt? Ég veit að oftar en ekki er það til að upphefja sjálfa sig, en vill fólk virkilega sjá einhverja afleiðingar?
Fólk, hugsið betur um orðin ykkar, því þið vitið aldrei hvaða afleiðingar orðin ykkar gætu haft.
Oftar en ekki óska ég þess að ég sé ennþá stelpan í 7.bekk, en ekki alltaf óskandi þess að ég sé einhver önnur en ég er.