Sammála síðasta ræðumanni..Um leið og ég stíg inní 17 fæ ég grænar bólur af yfirborðskenndinni sem ríkir þarna inni..17 fer ógeðslega í taugarnar á mér..Síðan verð ég bara að deila einni sögu með fólki..Ég var einu sinni (á fyrra) í Skarthúsinu á Laugarvegi og var að skoða föt..Ég tók ábyggilega svona 7 flíkur eða e-ð álíka og var að máta. Nú ég er ekki svona manneskja sem þarf stöðuga hjálp búðarfólks og það þarf ekkert endilega að segja mér stöðugt hvað fötin líti “æsslea” vel út á mér þótt ég líti út eins og myglaður kartöflupoki(þetta fólk er á prósentum, ímyndar maður sér…) og sérstaklega þurfti ég ekki á þannig aðstoð að halda þarna(ég var með systir minni og hún hefur nægar skoðanir fyrir allan heiminn..)Síðan ákveð ég að mér líst ekki vel á neitt sem ég var að máta þarna, svo að ég ætla að láta afgreiðslumanneskjuna fá fötin og hún er ógeðslega desperat og ráðþrota (er að reyna að pranga einhverju glimmerrusli inná mig) og segir svo: Rosalega ert þú erfið…Ég hélt ég ætlaði að taka af mér annan skóinn(með stáltá, sko) og berja manneskjuna til óbóta..Díses fólk ætti að eignast glætu..Ég fór ekki inní búðina fyrr en ári síðar…Allavega nóg af þessu rusli…