Mér skilst að það heitasta í haust og vetur verði föt með rómantískum blæ, n.k. samblanda af hippatískunni, gömlum sígaunaklæðnaði og fötum frá Victoriu tímabilinu. Kvenleikinn og mjúkar línur verða ríkjandi. Blúndur, blómaefni, púffermar, mikið um kjóla eða pils og blússur, barðastórir hattar og fleira í þeim dúr er það sem einkennir þessa tísku.
Ég verð nú að segja að mér finnst þetta frekar skemmtileg tíska og tilbreyting frá því sem hefur verið ríkjandi undanfarið. Svo hefur mér alltaf fundist hattar skemmtilegir :)