Hvers vegna göngum við í fötum? Er það svo okkur verði ekki kalt eða er það til þess að perrarnir þarna úti stirðni ekki bara upp og fari að fitla við sjálfan sig í hvert skifti sem þeir sjá hóp af nöktu kvenfólki skokka ægisíðuna.
Það getur ekki verið að við séum í fötum eingöngu til þess að halda á okkur hita á köldum dögum. Ef það væri svo þá væru ekki tveir klefar í sund og íþróttahúsum, merktir Karla og Kvennaklefar og ekki væru Karla og Kvennaklósett. Nekt væri ekki svona mikið feimnismál og engin skammaðist sín fyrir líkamann sinn. Þybbið fólk væri jafn fallegt utan frá og þessar gellur sem geta ekki borðað heila máltíð án þess að þurfa að æla henni út að máltíðinni lokinni.
Alveg frá Adam og Evu tímabilinu hefur nektin verið feimnismál eða álítin subbuleg. Adam og Eva gengu með arfa í klofinu til þess að þau myndu ekki sjá kynfæri hvors annars og Eva huldi brjóstin á sér með síðu hári sínu, Þau voru einu tvær manneskjurnar á jörðinni en gátu samt ekki sínt hvort öðru á sér allan líkaman, en samt sem áður gátu þau riðlast eins og kanínunar og þá hafa þau eflaust þurft að fjarlæga arfana og Adam hefur mjög líklega ekki verið sáttur við að hafa síðu lokkana hennar Evu sveiflandi þarna í miðjum klíðum, hann hefur mjög líklega viljað þukla á því sem brjóstin huldu.
En hver veit, kanski gengu þau um nakin 24/7 en settu arfann í klofið þegar “ljósmyndarinn/teiknarinn” teiknaði myndir af þeim. Því jú eitthver hlítur að hafa gert það, Hvernig öðruvísi ættum við þá að vita að þau voru með þessar graspjötlur í klofinu.. Nema þá þetta hafi verið mosi sem óx þarna af sjálfsdáðum..
Frá því við vorum bara litlar syndandi sæðisfrumur og þar til við komum útúr líkama móður okkar höfum við verið nakin og það er í góðu lagi, engin skammast sín fyrir það.
Fólk lætur taka myndir af börnum sínum nöktum á kindagærum og er það bara ekkert annað en sætt og krúttlegt, en ef fólkið ákveður að taka svoleiðis myndir af sjálfum sér, þá er það talið viðbjóðslegt og þeim sagt að leita sér hjálpar, Því engin vill nú fá mynd af mömmu sinni naktri, liggjandi á gæru á mynd í jólakortinu sínu. Þetta væri allt annað mál ef að mamma væri umvafinn þessari sömu gæru nema það væri búið að gera úr henni
fallega prjónapeysu og hún væri í buxum og sæti uppá steini.
Þannig spurningin er.. Myndi það ganga upp við jarðarbúar tækjum okkur til einn daginn og brendum öll fötin okkar og færum að ganga um nakin? NEI! Vegna þess að manneskjan sem fann upp fyrsta efnið skemmdi það allt saman með því að vefja sér í það í von um það að sér myndi hlína! Þá fór nektin að verða feimnismál og sóðaskapur.
Að ganga nakin inní mannvirkji eins og kringluna jah eða bara niður laugarveginn er hreinlega óp á handtöku og tíma hjá geðlækni.
Littlir krakkar flissa þegar þeir sjá nakið fólk, Krakkar (og subbulegt fólk) stelst til þess að kikja innum glugga eða skráargöt í þeirri von um að fá að sjá bert hold!
Æðri máttarvöld sköpuðu okkur nakin og vilja greinilega hafa okkur þannig, þar sem við hefðum sennilega fæðst í fötum ef við ættum að ganga í þeim.