X18 ódýrastir
Skór á íslandi eru frekar dýrir. Núna er maður bara viðbúinn því að kaupa skó fyrir 10 til 15 þúsundkall og leitar sér ekkert að skóm nema eiga alla þúsundakallana til reiðu. Billi bi stígvélin kosta til dæmis í kringum 13 þúsund en það kom mér sérstaklega á óvart hve ódýrir X18 skórnir eru (maður þekki X18 kannski helst á plastgöddunum á iljunum). Framleiðendur X18 eru náttúrulega búnir að rústa hverri tískusýningunni á fætur annarri úti í útlandinu og er fyrsta íslenska skótískufyrirtækið sem fær svona rosaleg viðbrögð úti í heimi. Þess vegna var ég viss um að þessir skór yrðu fokdýrir með vaxandi vinsældum en hægt er að fá skópar frá þeim fyrir þrjú fjögur þúsundkall sem er ekki neitt þegar það kemur að skókaupum. Svo finnst mér annað áhugavert í sambandi við X18 að flestir halda að þetta verði jafn harkalegir gelgjuskór og buffaloskórnir sem mér finnst persónulega að mætti brenna en þeir sem ég hef séð gangandi í X18 eru fullorðnar konur á aldrinum 30-50 ára. Mér finnst það frábær þróun því þessi aldurshópur hefur helmingi meiri stíl en unga fólkið. Tískan er fyrir alla ekki bara gelgjurnar óg er ég sammála flestum sem skrifa hérna hve leiðinlegt það sé að allir séu eins en þegar maður býr á Íslandi er þetta bara það eina sem við fáum. Við verðum bara að sætta okkur við þetta, tískan er gerð fyrir fjöldann annars væri þetta ekki tíska.