Það er allt dýrt á Íslandi, svo að engin furða að föt séu dýr hér. En það sem miklu verra er að þegar einhvað nýtt kemur í búðir, er það komið í allar búðir og allir komnir í eins föt daginn eftir. Sem dæmi, stuttir leðurjakkar sem eru mikið í tísku núna í sumar, mar sér heilu vinkonuhópana, allar eins í eins þröngum stuttum buxum og með svarta hliðartösku. Það eina sem greynir þær í sundur er ef til vill liturinn á jökkunum. Og í raun geturu næstum ekki skorið þig úr því að það eru öll föt eins í öllum búðum á íslandi. Engin furða að íslenskar ferðaskrifstofur geti selt svona mikið af verslunarferðum til London, þó að fötin séu kannski á svipuðu verði, þá er allavegana ekki nákvæmlega sömu fötin í öllum búðunum. En ef til vill er þetta einhvað sem við Íslendingar verðum bara að sætta okkur við, þetta er lítið land og það þarf ef til vill mikla hugarfarsbreytingu til að markaður væri hér fyrir margskonar tískum svo að búðirnar myndu allar standa undir sér.
p.s…mér skildist að þessi síða væri hönnuð til að fólk gæti tjáð sig um áhugamál sín en ekki bara til að safna stigum…