Smá grein um piercing og tattú
Hæ öllsömul sem hafa áhuga á tattú og piercing,
Áhugamál mín eru mest þetta tvennt, Ég er með nokkur tattú og nokkur göt.
Götin eru eyru, augabrún, nef, báðar geirvörturnar efri og neðri vör, og síðast en ekki síst naflagatið mitt.
tattúin mín er full sleeve á vinstri hendi og hálf sleeve á hinni. Ég fekk mér auðvitað á mjóbakið líka þegar það var sem mest í tísku
og sé ég eftir því í dag, ekki vegna þess að það er ljótt heldur v.þ að mig langar að tattúvera allt bakið og þá er mjóbaksmyndin fyrir.
Ég var að spá í að fá mér japanska geishu yfir allt bakið eða e-h svipað, er að safna cash til að hafa efni á þessu enn ég legg 10 þús kall fyrir á hverjum mánuði fyrir tattú og hef gert það í 3 ár, þetta fæst víst ekki frítt og hef ég tattóverað mig fyrir rúm 400.000 síðustu 3 ár. Mér finnst rosalega gaman að ferðast og skoða aðrar menningarheima og er Camden i london i miklu uppáhaldi hjá mér. þó að ég mundi aldrei þora að fá mér gat eða tattú þar, frekar sóðalegar stofur þar og líka í Soho (london) .Enn það er svo skemmtilegar týpur þar… Ég hef farið á nokkrar tattú og piercing ráðstefnur bara til að skemmta mér og kannski til að skella á mér eitt og eitt tattú…. Ísland er svo lítið land og þekkingin komið svo stutt á veg þó að það hefur skánað heilmikið þá við erum langt á eftir öðrum löndum, mig rámar í það að ég hafi séð fyrsta naflagatið i ræktinni hjá e-h píu fyrir ca 6 árum síðan. Ég held að það er ein stofa í Rvk sem er með leiðbeingar sem meika e-h sens og er með aðstöðu sem er í lagi fyrir götun ,það eru 2 tattústofur sem ég mundi mæla með, þvílikar framfarir á bara 3 árum. Ég er rosalega ánægð með íslenska tattúverara sem halda djammi og vinnu aðskilið, það var ekki þannig fyrir nokkrum árum. Þá var bara spurning um hvers kyns dópista þú vildir fara til A: hasshaus B: spítthaus C.fyllubyttu D: í öllu. enda var maður ekkert að fara neitt í tattú þá. Ég á vini sem vinna við þetta tvennt bæði hérna heima og í nokkrum öðrum löndum og er þetta allt stórskemmtilegt fólk mikið lístafólk og lifir það og hrærist i þessu 24/7, þegar það er ekki að tattúa þá er það að mála heima hjá sér. Það er svaka vakning núna hjá tattúverum að verða betri og betri. Ég er að spá i að fara læra þetta seinna á æviskeiðinu enn þetta er svo dýrt og smámál að komast að á stofu sem er e-h að kenna manni enn ekki bara að nota mann sem ritara og ræstitæknir. Ég veit um dæmi þar sem gæinn borgaði milljón bara til að komast að á stofunni og síðan var hann alveg launalaus í 6 mánuði enn hann er líka í fínum málum ídag, dúndúr alveg. Það er svo fyndið þegar ég fer í sund herna heima og viðbrögðin sem ég fæ hjá sumu fólki hérna heima er að gleymir sér i sturtunni og starir bara á mig og kannski er ástæðan vegna þess að ég er svona sæt enn líklega er það tattúin mín. En mér er alveg sama, það má horfa vegna þess að mér finnst myndirnar mínar æði og sé ég ekki eftir neinu og mun aldrei gera. Mig langar að kynnast fólki hér sem hafa áhuga á þessu tvennu og Ef þið hafið e-h sögur eða einhverju sem þið hafið lent í hvort sem það var ánægjulegt eða ekki endilega komið með það
Kveðja Randomtvist