Að vera Goth Hvað er að vera Goth? Margir virðast velta þessari spurningu fyrir sér og ég ætla að reyna að svara henni. Allavega að einhverju leyti.

Þetta eru sumt mínar pælingar, og sumt hef ég þýtt og blandað saman af ýmsum síðum.. Þetta er frekar gamalt og ég ákvað loksins að skella þessu bara hingað..



Goth er ekki endilega fatastíll, hárgreiðsla eða farði. Goth er einfaldlega lífsstíll. Þú getur ekki “orðið” Goth af því að þér dettur það í hug, annaðhvort ertu Goth eða þú ert það ekki.

Til eru ýmsar gerðir af Goth.

Stereótýpan : Nú má nefna hina svokölluðu Goth stereótýpu. Eins og hver önnur stereótýpa er Goth stereótýpan verulega ýkt.
Þrjú orð sem myndu lýsa þessari týpu best væru : Sýndarmennska, Dauði og Reiði. Stereótýpu Goti klæðist alltaf svörtum fötum (af og til hvítum) aldrei öðrum lit. Þeir hafa hár sitt litað svart, eru með svartar neglur, hvíta andlitsmálningu, svarta augnmálningu og svartan varalit. Stereótýpu Goti nútímans klæðist eins og vampíra eða lætur sem ein. Þeim líkar blóð, dauði, líkkistur, leðurblökur, hauskúpur, köngulóarvefir og allt sem er hryllilegt. Stereótýpurnar myndu aldrei klæðast bol og gallabuxum og færu ekki úr húsi ómálaðar. Dæmigerður stereótýpu Goti lýtur út eins og allir hinir stereótýpu Gotarnir.

Goth stíllinn er þekktur fyrir grunnhyggni, klíkuskap, undirferli og sýndarmennsku. Gotar eru oft taldir vera uppteknir af sjálfum sér, þunglyndir og leiðinlegir einstaklingar og að aðal áhyggjuefni þeirra séu ímynd, klúbbar og, að sjálfsögðu, þeir sjálfir.

Það virðist vera orðið vinsælt skemmtiefni að niðra Gota, eins og það að vera Goth sé synd og eða vond reynsla sem við ættum bara að gleyma.

Til að byrja með held ég sjálf persónulega að Gotar (eins og oft er haldið fram) séu ekki meira uppteknir af útliti sínu, frekar en aðrir hópar. Ef þú ferð út í bókabúð finnurðu mikið magn af unglinga- og konutímaritum sem öll virðast ganga út á það að auka hina miklu þráhyggju kaupandans til að lýta vel út, og þegar ég segi “lýta vel út” meina ég að svelta sig niður í ekki neitt, og reyna að líkjast fullkomnum módelum.

Tíska unga fólksins í dag er að ganga í merkjavörum af því að það er flott. Engin hugsun er á bak við það, enginn persónulegur stíll, og gefur þá ekki persónulega ímynd. Goth klæðaburður hefur dýpri og táknrænni merkingu og er því ekki á sama stigi. (þetta þýðir þó ekki að Goti hugsi alltaf algjörlega afhverju hann fer út í tiltekinni flík og afhverju)
Gotar velta fyrir sér hvenær og hvers vegna þessar reglur um klæðaburð og hegðun urðu til og urðu svona strangar. Fyrir ekki löngu síðan var mönnum leyft og þeir jafnvel hvattir til að dá líkama sinn jafn mikið og konur. Málning var notið af jafnt sem konum og körlum og menn klæddust pilsum í áraraðir.

Frá fagurfræðilegur sjónarhorni gæti hugtakið “Goth” verið tækifæri í þröngsýni viðhorfi þjóðfélagsins gegn persónulegu frelsi. Útlit Gota er svar við stöðlunum og því sem fólk kallar “fallegt” og “viðráðanlegt”. Þessir staðlar neita fólki algjörlega um réttinn til að vera einstaklingar og eru knúnir til að vera margar útgáfur af einum og sama persónuleikanum.

Goth ímyndin er að vera ánægður með sjálfan sig og að sjá fegurð og innblástur þar sem enginn annar leitaði. Gotar hafa lært að vera stoltir af sér.

Ef maður lítur til baka, sér maður að margir voru taldir útlagar og fundust þeir vera utanveltu í þjóðfélaginu, jafnvel löngu áður en þeir vissu að hugtakið “Goth” væri til. Margir pössuðu aldrei inn í hið venjulega form fegurðar og grunnhygginnar viðfelldni. Að hafa verið lokuð frá (í þeirra augum) öllum heiminum, og þar sem það var útilokað fyrir þau að breytast til að falla í hópinn, gerðu þau sér sinn eigin hóp. Sem þekkist út um allan heim í dag sem “Goth”.

Þunglyndið : Það er erfitt að segja til um það hvort að Gotar séu þunglyndari en annað fólk, þjóðfélagið á það til að líta á þunglyndi og sorg sem óvenjulegan hlut sem verður að lækna. Gelgjuskeiðið er oft tími þunglyndis fyrir marga – Þeir einstaklingar finna oft fyrir þrýstingi frá fjölskyldu, vinum eða kennurum að vera “fullkomin”. Þetta unga fólk getur fundið fyrir ólýsanlegum sársauka, en veigrar sér oft frá því að segja frá því af ótta við að vera neitað, og þeim tekið eins og þau væru óvenjuleg. Sumir unglingar líta á Goth menninguna sem einn hóp fólks sem segir “við vitum að þú ert þunglynd/ur – það er allt í lagi. Okkur finnst ekkert minna til þín koma. Hér er þitt tækifæri, tjáðu þessar tilfinningar”
Þunglyndi virðist vera tilfinningin sem lýsir Gotum best. “Punk” stendur fyrir uppreisn, “Industrial” stendur fyrir reiði, “Goth” stendur fyrir þunglyndi. Fólki finnst það svo lokað hvert frá öðru að það brotnar niður í litla hópa til að vera með þeim sem líkjast manni sem mest. Fólki í þessum hópum er í þeim til að finnast þau vera hluti af einhverju. Hóparnir eiga það til að ýkja ímyndir hópsins. Þessar ýkjur á fegurð og sorg í Goth menningu leiðir og til þess að fólk heldur að Gotar séu þunglyndari en aðrir hópar. Það er möguleiki að Gotar séu þunglyndari en aðrir, það er möguleiki að það sé bara myndin sem fólk fær af Gotum af því að það er bara ýktur persónustíll.

“Goth” er hópur skapandi einstaklinga; Margir eru listamenn á einhvern hátt. Listamennirnir hafa lengi haft orðstýr fyrir þunglyndi eða að vera tilfinningalega óstöðugir, hvort sem þeir ákveða það eður ei. Þetta getur líka verið ímyndin sem Gota listamaður vill framkalla af sjálfum sér – Þjáði listamaðurinn.


Eitthvað sem Gotar hafa sagt um “Goth”

“…being Goth, for me, is seeing beauty, and its coming destruction, at the same time. For me…It's the last dance as the walls are crumbling around you…” Beatgrrl

"[Goth] is the ability to find the art where art seems to be lacking; to find the light in the darkness and embrace it for all its worth…" Jennifer Mason



Dægrastytting :

get your Goth name :
http://www.necroticobsession.com/gothname.html

Create a Dark Gothic poem :
http://www.deadlounge.com/poetry/poems.html