Hárgreiðslur fyrir stráka Nú til dags tíðkast það að strákar á öllum aldri greiða hugsa vel um hárgreiðsluna á meðan aðrir safna gamla góða lubbanum og hafa minni áhuga á þessu. Sjálfur hef ég hugsað vel um hárið á mér í þónokkur ár og nokkrir tugir þúsunda farið í hárið því það er partur af mér og mér finnst ég ekki samur með ekkert vax/gel í hárinu. Ég vildi koma með nokkra góða punkta um hárgreiðslur hjá strákum fyrir þá sem hafa áhuga.

Grunnurinn er að hafa mjög mikla reglu á hárinu og fara oft í bað eða þá þrífa á sér hárið og nota hárnæringu til að hafa hárið glansandi. Það er mjög góð regla að fara í sturtu um leið og maður finnur að svitalyktin herjar á mann.

Gott er að eiga gott vax í hárið, sjálfur nota ég hárvörur frá Fudge og eru þær mismunandi eiginleikum gæddar, sum efnin eru sterkari en hin og fer það allt eftir hvað hárið á mér er sítt og hvort að ég sé með strípur eða ekki.

Góð leið til að gera sig kláran fyrir einhvern sérstakan atburð er að þrífa hárið með góðu sjampói, setja hárnæringu í hárið og þurrka það vel(þó má vera örlítill raki í hárinu, það er gerir það meira glansandi) og jafnvel nota hárþurrku, svo tekurðu upp efnið og byrjar á að setja örlítið í lófann og strýkur eftir hnakkanum og ruglar hárinu þar örlítið, þar næst tekurðu meira en áður og strýkur þétt upp eftir framan á hárinu á þér og aftur að hnakkanum og ruglar hárinu vel. Núna ætti hárið að vera orðið úfið og frekar “wild”. Seinasta umferðin er sett í hliðarnar sem mjög gott er að greiða fram og ýfa það örlítið þar. Svo er um að gera að greiða sér eins og hverjum hentar. Sumir kjósa að greiða í hanakamb, aðrir greiða toppinn örlítið niður og tjása og svo kamb uppi í miðjunni á hárinu og enn aðrir láta toppinn standa beint upp í loftið en það geta ekki allir gert því þá þarftu að hafa frekar sítt hár. En mér finnst persónulega best að hafa meðalsítt hár og hvítar Smith strípur í skollituðu hárinu sem að eru gerðar í gegnum strípuhettu því þá koma flottustu og langar strípur.

www.fudge.com
www.dfihair.com
www.toniandguy.com

Vona að þetta hafi eitthvað opnað augu ykkar “lubbanna”

Takk fyrir mig
DEMENTE