Mikið hefur verið talað um og skipt á skoðunum á hinum og þessum flúrurum á Íslandi.. (Og fyrir þá sem ekki vita hvað flúrari er þá er það maður/kona sem starfar við það að setja húðflúr á fólk)
Það eru ekkert svo margir flúrarar á Íslandi, allavegana ekki miðað við önnur lönd og eru þeir sem starfa við þetta hér á landi misjafnlega góðir og færir… Sumir hafa meiri reynslu, sumir hafa farið á mörg námskeið o.fl…
Ég hef að vísu bara farið til eins flúrara hér á landi sem að mínu mati er langbestur.. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn enda mun ábyggilega skapast miklar umræður um hvern og einn flúrara eins og gengur og gerist hér á /tíska…
Ég hef samt séð húðflúr eftir aðra flúrara og líst bara vel á enda er hver góður á sinn hátt :) En það breytir því samt ekki að ég ætla ekki að skipta um flúrara nema e-ð mikið gerist… Jújú, ég hef ekkert á móti því að prófa aðra og mun eflaust gera það seinna meir þar sem ég er ekki að fara að hætta þessari tattoo-áráttu í bráð! :þ
Ég er orðin soldið mikið pirruð á umræðunni hér um einstaka flúrara og upp spretta ýmsar sögusagnir/slúður sem oftast nær eru rangar og fólk er að dæma fólk út frá því einu hvað þau hafa heyrt.. Er þetta ekki komið nóg?
Mynduð þið sjálf vilja að fólk væri að dreifa út slæmum sögum af ykkur um e-ð sem þið hafið gert eða ekki gert? Og ég segi slæmum því oftast hafa verið mjög slæmar umræður um flúrara almennt… “Þessi þetta og þessi hitt” !!
Getiði ekki bara talað um góðar hliðar á málunum? Mælt með einhverjum sem ykkur finnst góður og segja kannski afhverju hann er góður og afhverju þú mælir með honum? Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk fari alltaf til einhverns eins ákveðins flúrara þótt það hafi ekkert á móti öðrum….
Ég er bara orðin svo þreytt á endalausu röfli og leiðindum í kringum þetta… Húðflúr er eitt af mínum helstu áhugamálum og það er gaman að geta deilt sögum og jafnvel gefa ráð ef færi gefst á :)
Hvernig væri að gera húðflúrs umræður að skemmtilegum og opnum umræðum um HÚÐFLÚR og GÖT, engin skítköst um þá sem starfa við þetta? ;)