Ég var ekkert mjög vongóð þegar ég lagði af stað með tveimur vinkonum mínum í leit að kjól fyrir árshátíðina. Síðustu tvö ár hef ég sloppið við allt svona vesen.
–
Í 8.bekk hafði ég ekkert vit á þessu og það var ekkert ákveðið þegar ég var að labba heim úr skólanum sama dag og árshátíðin var. Ég var ekki búin að velja föt, skó né skartgripi. Ég ákvað samt bara svona til gaman að kíkja í eina búð á leiðinni. Og viti menn! Ég fann kjól sem ég kunni ágætlega við og hann var ekkert það dýr, rúmlega 7000 kr ef ég man rétt. Þannig að eitt símtal í móðirina og málið var dautt! Kjóllinn það árið var fundinn.
Hann var rauður og var bundinn svona fyrir aftan, það var tískan ..ég veit ekki hvernig ég á að lýsa honum betur (sendi bara mynd af honum einhvern daginn.)
–
Í 9.bekk var ég líka það heppin að mamma og pabbi voru akkurat í Bandaríkjunum stuttu fyrir árshátíðin það árið, þannig að þau voru það elskuleg að kaupa handa mér kjól á góðu verði þar, sem passaði og ég var mjög ánægð með hann. Skónna keypti ég svo stuttu seinna, en ég ákvað að kaupa bara plain svarta skó sem ég myndi ekki nota í eitt skipti og henda svo.
Skórnir bíða reyndar ennþá inní skáp eftir notkun í annað sinn..spurningin er bara hvort það eigi einhvern tímann eftir að gerast. Ég veit það í rauninni ekki..en mér finnst það þó líklegt ^^
Kjóllinn var svartur með ljósblárri perluskreytingu neðst. Ósköp plain í rauninni enda er ég ekki mjög mikið fyrir skrautlega kjóla fyrir mig sjálfa.
–
En svo ég haldi áfram að segja frá þessari verslunarferð sem ég byrjaði að tala um.
Það var fimmtudagur og við ákváðum að fara fyrst á Laugaveginn og svo í Kringluna þar sem að það er opið lengur þar.
Á Laugaveginum er nú ekki mikið um kjólabúðir þar sem að fátækum námsmanni dytti í hug að máta kjól. Við fórum inní nokkrar verslanir, en það leið ekki á löngu áður en að við bökkuðum útúr henni án þess að máta nokkurn skapaðan hlut. Verðin voru alveg frá 15.000 uppí 40.000 kr!
Að lokum ákváðum við svo að kíkja í Spútnikk (það er auðvita möst þegar maður er þarna.) En við bjuggumst í raun ekki við að finna neinn kjól sem okkur fyndist nógu svona “fínn” fyrir árshátíðina.
Þar skátlaðist okkur nú aldeilis mikið. Við fórum allar með tvo kjóla inn í mátunarklefan og við enduðum allar á því að kaupa annan þeirra! Og það ekki á hærra verði en 5000 kr.
Þetta var nokkuð sem ég bjóst aldeilis ekki við ..en framhaldið verður ekki erfitt þar sem að skórnir eru ákveðinir. Það eina sem ég á eftir að gera er að finna skartgripi en ég er nú þegar búin að þróa ákveðna mynd í kollinum sem að ég held að eigi alveg eftir að ganga upp hjá mér.
Kjólinn er í raun ósköp plain. Hann er svartur úr mjög þægilegu efni en efsti hluti kjólsins er alveg þakinn svörtum pallíettum og sniðið er líka frekar svona gamaldags. Ég er ekki alveg viss um frá hvaða tímablili.