Nehh ekki alveg, það eru allir að koma með greinar um skónna sína svo ég ákvað að koma með eina svolítið sterka en góða ;)
Ég ELSKA að kaupa mér skó en geri það sjaldan því ég finn aldrei neina almennilega hérna heima.
Stígvélin - Svört pvc pinnahæla stígvél sem ég ákvað að fá mér þegar ég bjó í Austurríki, fékk mér þau í búð sem er á aðal verslunargötunni í Vín og kostuðu þau 80 evrur
Íþróttaskórnir - Eru frá Acer og ég hreinlega elska þá, hafa enn ekki brugðist mér eftir hálfsársnotkun. Kostuðu mig ekki neina svaka upphæð 3000 kr.
Business skórnir - Hvítir með lágum hæl en ég fékk þá einnig í Austurríki í sömu búð og stígvélin, þau fara vel með öllu! Pure leður þarna í gangi og lá ég slefandi yfir þeim í viku áður en ég ákvað að kaupa þá 100 evrur kostuðu þeir mig líka og sér ekki á þeim
Djamm skórnir - X18 þegar það var uppá sitt besta fyrir nokkrum árum, svakalega flottir og einfaldir lághæla opnir skór, kostuðu 5000 kr og eru hverrar krónu virði.
Sveita skórnir - Viva la gamlir Blend skór, nota þá í hestana og alles, koma sér að góðu gagni þegar þeir urðu og ljótir til að nota dagsdaglega, rússkinnið verður ljótt með tímanum. kostuðu 7000 þegar ég fékk þá.
My Precious - Bleikir inniskór sem kostuðu 1000 kr og eru bestir í heimi, loðnir, mjúkir og passa fullkomnlega við náttfötin mín :D
Takk kærlega fyrir lesturinn :D