fantasia:
“…að það er gífurlegur þrýstingur á samfélaginu að konur mála sig og líti vel út.”
Ég er ekki nógu sáttur með að þú talir um það að mála sig, í samhengi eins og það þýði alltaf að manneskjan líti betur út. Það er ekki satt, það er ekki álit allra að fólk líti betur út málað (ekki mitt t.d.). Svona hugsunarháttur finnst mér einmitt vera partur af þessum sjúkdóm í samfélaginu… að það er ekki bara þrýstingur í gangi heldur talar fólk ósjálfrátt um að mála sig sem sjálfsagðan, algilt jákvæðan og jafnvel NAUÐSYNLEGAN hlut.
Mér finnst t.d. alltaf jafn dapurlegt að heyra unga stelpu segja “ég get ekki farið úr húsi ómáluð, ég er svo ÓGEÐSLEG þannig!!”
En já gott hjá þér að koma bara til dyranna eins og þú ert og vera ekkert að eyða tíma og peningum í þetta grímugums.
En ég er samt ósammála þér með að tjá skoðanir sínar. Mér finnst þetta, í allri hreinskilni sagt: Ógeðslegt. Mér finnst þetta vera ógeðslegt og rangt á svo mörgum levels. Mér finnst fólk vera að kasta frá sér part af því sem gerir það mannlegt, eða allavega sem gerir það að einstakri manneskju.
Og til hvers? Til að allir séu eins? Svo allir geti verið heimskir hópsauðir, og verið að eltast við ímyndir sem hafa ekkert með raunveruleikann að gera? Nógu slæmt er að þessi módel séu langt út fyrir það sem almennt tíðkast í fólki (kannski svona 0.00000001% af mannkyninu eru í þessum módelstöðlum), heldur eru þessi módel síðan máluð, lýsingar- og ljósmyndatrikkuð og nú til dags, PHOTOSHOPPUÐ í þokkabót. Fólk er að eltast við pure feik.
En jæja, áður en ég fer að skrifa ritgerð um af hverju mér finnst þetta vera svona ógeðslegt og rangt… já, mér finnst þetta ógeðslegt, og ég held ég hafi allan rétt á að tjá mína skoðun á því. Reyndar held ég að það sé GOTT að ég tjái mína skoðun á því, því að því fleiri álit sem komast út um að þetta sé eitthvað MJÖG NEIKVÆTT, því meiri líkur eru á að fólk sjái að þetta er ekki eitthvað sjálfsagt, al-jákvætt eða nauðsynlegt til að fólki líki við mann… fólk fer að sjá að það eru sterkar skoðanir báðum megin við víglínuna, eins og á flestöllu í þessu samfélagi.
Enn fremur finnst mér (ólíkt þér) ég EKKI vera að móðga neinn, því ég lít á manneskjuna og meikið sem alveg sitthvorn hlutinn… hmm kannski er það enn eitt einkennið fyrir “þessum sjúkdómi í samfélaginu”, að fólk er farið að líta á meik og annað feik sem (stundum óaðskiljanlegan) hluta af manneskjunni… ekki nógu gott, finnst mér.
En ekki það að mér finnist nauðsynlegt að passa sig á að móðga ekki neinn þegar maður tjáir skoðanir sínar yfirhöfuð. Ef fólk getur ekki höndlað að heyra hreinskilnar skoðanir mínar á almennum hlutum í samfélaginu, þá er það þeirra vandamál.
Og já for the record, ég hola mér ekki í neitt svona “label” (goth, rokkari, metro, chocko… whatever). Ég íklæðist bara því sem mér dettur í hug, þegar mér dettur í hug… og oftast ráða þægindi þar meiru um heldur en útlit.
Ég persónulega vel að vera bara “ég”, og reyni ekki að setja mig í einhvern dilk og setja eitthvern stimpil á mig.