Fólk er mjög oft að hneyksla sig á því að allir séu eins. þegar það eru einhverjir hlutir í tísku þá fá allir sér þannig. Af hverju ekki? Auðvitað má fólk vera mismunandi. Sumir hafa einfaldlega ekki nóg og mikið ímyndunarafl til þess að skapa sé annað útlit. Auðvitað er gaman að sjá fólk sem er öðruvísi og oft er það alveg ótrúlega flottur stíll sem fólk skapar sér. En þegar eitthvað er í tísku þá eru allir þannig. Svo einfalt er það. Persónulega fylgi ég tískunni ( eða svona oftast ) en ég er ekki að fá mér hluti sem mér finnst ekki flottir bara af því það er í tísku. Mér finnst líka gaman að skapa mér eitthvað sem fólk er ekki venjulega í. En á Íslandi er ekkert svo auðvelt að vera öðruvísi. J+u auðvitað eru til búðir sem eru með ‘öðruvísi’ föt en til dæmis í Kringlunni og Smáralind er allt mjög háð því sem er visælt. Og ef einhver búð kemur með eitthvað sem slær virkilega í gegn kemur einhver önnur búð með eftirlíkingu af því. Þess vegna segi ég af hverju ekki að vera eins. Sumum líkar það bara best að skera sig ekki útúr. Sumir vilja fá athygli og það er bara ekkert athugvert við það. :)

Stundum er þetta nú samt einum og mikið þegar maður sér einhvern hóp af vinkonum og þær eru allar eins klæddar. Allar í eins Diesel buxum allar í eins Nikita peysum og allar í eins skóm. Mér finnst það nú samt aðeins einum of. Ég myndi ekki fara að kaupa mér eins buxur og einhver af bestu vinkonum mínum. En ef það er það sem fólk vill þá ætla ég ekki að skipta mér af því.

En þetta var bara mitt álit. Ég veit að það eru ekki allir sem eru sömu skoðunnar og ég varðandi þetta. Þess vegna vil ég að fólk komi ekki með nein skítköst, það er bara barnalegt af því það eru ekki allir með sömu skóðanir.

Kv. Erpur.. ;)
Ef fólk væri ekki skrítið væri lífið ekkert skemmtilegt.. :)