Það er auðvitað hægt að fá sér gervineglur eða steyptar neglur og svoleiðis en það er samt betra held ég alla vega að vera bara með sínar eigin neglur.
Svo er maður alltaf að pússa neglurnar, naglalakka þær og reyna að gera þær langar og sterkar. Það leiðinlegasta er þegar kannski ein nögl brotnar og verður miklu minni en allar hinar, þá verður maður því miður oft að stytta hinar til að geta haft neglurnar jafn langar aftur. Það er heldur ekkert mjög þægilegt að reka neglurnar einhvers staðar í þannig að þær brotni eða beyglist einhvern vegin :(
Ég er ekki með mjög langar neglur þannig að er einhver sem getur sagt mér hvað sé best að gera til þess að þær brotni ekki eða klofni. Ég veit að það á oft að naglalakka þær með naglalakki sem styrkir og herðir þær á þriggja daga fresti.
*Sweet*
Játs!