Áðan þegar við vorum úti að labba fengum við þessa brilliant hugmynd um að skrifa grein um hártísku hjá eldri konum.
Hvað er málið?
Er eitthvað samsæri hjá gömlum konum að vera alltaf með eins hár?
Allar eru þær gráærðar :), með nær undantekningarlaust stutt og liðað hár (nýkomnar úr lagningu). Er þetta samsæri? Við höfum bara séð ca. 2 konur yfir 70 sem eru með sítt hár.
Er þetta fylgifiskur ellinnar að vera með stutt hár? Missa þær svona mikið hár að þær geta ekki safnað aðeins meira hári og fá sér þá permanent til að fela skallablettina. Eða vilja þær ekki
skera sig úr?
Er þetta þá bara gömlukonutíska að vera með svona hár?
Fyndið hvað þær eru einsleitar, okkur langar að vita hvers vegna. Hafið þið svarið?
Ætli við stelpurnar verðum allar svona þegar við verðum orðnar gamlar?
Þá kannski fyrst fær maður að komast í musteri leyndardómsins.
Hvað haldið þið?
RatCat og kerla.