Hvað varð um Sjálfstæði Íslendinga?
Ég vil byrja á því að taka það fram að þessi grein endurspeglar bara mínar skoðanir og sýn á hvernig Sjálfstæði Íslendinga hefur þróast.
Þegar ég segi hvað varð um Sjálfstæði Íslendinga þá er ég að tala um hvað varð um það að hver og ein manneskja hagi sér eins og hún vill, hafi sínar eigin skoðanir og sinn eigin stíl. Allt of mikið af ungu fólki hér á Íslandi er alveg eins. Maður fer í kringluna í desember þá eru allir með klúta um hálsin svo fer maður í kringluna í febrúar og þá eru sko allir í Levi's buxum og svo fer maður núna í maí og haa, allt í einu eru allir í leðurjökkum. Auðvitað er orðið “allir” ekki bókstaflega marktækt en þig skiljið vonandi hvað ég á við öll.
Ef við tökum skólann minn t.d (Vallaskóli Selfoss) þá eru langflestir eins, meira að segja þeir sem reyna að vera öðruvísi eru allir eins. Þó að einstaka manneskja finnist inn á milli sem er virkilega ekki nákvæmlega eins og manneskjan við hliðiná henni. En þetta er sorgleg staðreynd. Fyrir jól var það álitið hneyksli að eiga ekki Diesel buxur og Puma skó, og nú eiga sko allir að eiga Levi's buxur, Puma peysu og netaskó. Mér finnst þetta ömurlegt, hvað varð um það að hafa sjálfstæða skoðun á hvaða föt eru flott? Ég get ekki ímyndað mér að 300 stelpum finnist nákvæmlega sömu fötin vera flott. En svo virðist vera. En það sem er sorglega við þetta er að þetta er ekki einu sinni tíska! Það er ekkert í tísku að ganga í Levi's buxum, það er bara eitthvað “trend”. Tíska er svo allt annað, tíska er það sem er að gerast út í heimi eins og síð hippapils, stórir tréskartgripir og það sem er virkilega í tísku núna. Ekki Diesel og Puma.
En nú spyr ég bara hreint út, hvað finnst ykkur?