Mikið er ég fegin að þegar ég var 13 - 1993 og hlustaði á Nirvana, að þeir klæddust “venjulegum” fötum! (Yfirleitt venjulegum gallabuxum og einhverjum peysum!)
- Enn svona í alvöru!
Ég vorkenni þessum stelpum á aldri við Clöru og eru að pæla í svona hlutum og sérstaklega þeim sem þurfa að pæla í svona hlutum til að passa inn í hópinn og vera ekki skilin útundan og þykja “púkó”!
Mitt mottó er - og ætti að vera mottó hjá fleyrum.
Sá sem skapar sér sinn eiginn stíl er yfirleitt best klæddur! - Ekki satt?
(Eins og Faxi Kondi (veit ekki hvernig það er skrifað) auglýsingin er “Vertu sá sem þú villt vera” Mín uppáháldsauglýsing, þótt ég hafi aldrey prófað drykkinn!)
Að minnsta kosti líður þeirri manneskju yfirleitt best!
Gott dæmi er t.d. hún Björk okkar Guðmundsdóttir.
P.s. - Svona í lokin
Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér enn eitthvað sem kallast “TÍSKA” og allir verða að vera svoleiðis eða klæðast svona því það er í “TÍSKU”, Fullt af vitlausu fólki sem lætur glepjast fer út í búð og kaupir ný föt á yfirsprengdu verði því þau eru í “TÍSKU” og svo þegar ákveðin “TÍSKA” er búin þá lækkar varan sem tilheyrir henni um 50% eða meira og eitthvað annað kemur í “TÍSKU” og þeir sem eru enn í gömlu “TÍSKUNNI” er LUMMÓ! Nýlegt dæmi er Skoppara-tískan!
“TÍSKA” er eitthvað sem frammleiðendur á vöru, hvort sem eru föt, bílar, tæki eða tól búa til eða endurnýja til að geta selt og grætt peninga.
Þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem almenningur óskar eftir!
Þegar nýjir hlutir koma og seljast vel, eru þeir auglýstir fyrir yfirleitt ákveðna söluprósentu og þegar markaðurinn er mettaður með þessari vöru og salan minnkar um einhverja ákveðna prósentu setja þeir eitthvað nýtt á markað sem fólk á ekki og segir, nýjasta “TÍSKA” (sniðugt). Nýtt gott dæmi um þetta eru silfurlituðu hlaupahjólin, sem kostuðu um 13.000 kr þegar þau komu fyrst, jæja svo flutti hagkaup inn einhver ódýrari inn og seldi þau á 7000 - 8000 kr, enn ef þú áttir ekki hjólið sem kostaði 13.000 var bara litið á þig eins og þú værir með einhverja replicu!
GSM símarnir, fyrst voru það 5110, svo 6110 og svo 3110 og 7110 og loksins 3310 og svo 6210 (man ekki alveg rétt númer) Enn hvað ætluð þið hafið oft eða þekkið marga sem hafa keypt sér nýjann gemsa því sá gamli var orðinn úreltur! - Ekkert að honum, bara kominn nýr á markaðinn sem hann/hana langaði meira í! (Því þá þætti fólk sem sægi hann/hana með þennann síma töff og hann/hún væri með síma sem væri í “TÍSKU”). Fjöldaframleiddir bílar breyta um útlit á 4-10 ára fresti. Þið sem eruð orðin 16 - 25 ára og eldri munið sennilega eftir körfuboltamyndunum um 1992 þegar Jordan var í Bulls - Coke Jójó bullið, kann einhver að gera rólu eða út að ganga með hundinn enn í dag? - Poxið og ég gæti haldið endalaust áfram, Punkið, Rappið, Disco, Chocco, Skopparar og fl.
(Gerið ykkur nú í hugalund hvað ykkur fynnst um fólk sem safnar körfuboltamyndum, poxi, leikur sér með jójó, hlustar á punk eða eitthvað álíka sem VAR einu sinni í “TÍKSU” enn er það ekki lengur)
Enn það er ekkert sem fer meir í taugarnar á mér enn þegar litur er sagðu merkja eitthvað ákveðið, t.d. Rautt er stelpulitur og Blátt strákalitur, og ef þú gengur í Fjólubláu eins og bakrunnurinn á TÍSKA í huga.is er á litinn ertu gay! Ef þú ert strákur og er með hring bara í vinstra eyra ertu gay enn ef þú ert með bara hring í hægra eyra ertu straight!
“TÍSKA” gerir það líka að verkum að við sem viljum skapa okkar eiginn stíl, skerum okkur yfirleitt út úr fjólandum því það eru allir aðrir að reyna fylgja “TÍSKUNNI” og eru það yfirleitt eins/svipaðir! Hugsið ykkur bara ef það væri ekkert sem héti TÍSKA og allir væru bara í því sem þeim dytti í hug!
TÍSKA getur samt verið góð, því oft koma nýjir hlutir og hugmyndir með tískunni, enn ég lit niður á fólk sem þarf að skoða hvað er í tísku til að geta farið og valið sér ný föt!
Nenni ekki að skrifa meira um þetta í bili,
Byrjaði á því að ég ætlaði bara að skrifa sc. 5 línur enn nú er ég búinn að sitja fyrir framan tölvuna í sc. 20 mín og skrifa aðeins meira enn 5 línur svo ég skrifa kannski grein einhvertíma seinna og reyni að fá 10 stig í þokkabót!
Kveðja
- Svessi