Handsnyrting á 15 mín.
1.Fjarlægðu gamalt naglalakk.
2.Gættu þess að neglurnar séu þurrar þegar þú notar naglaþjölina. Mikilvægt er að beita þjölinni ekki fram og aftur heldur frá hliðunum og að miðju.
3.Berðu handáburð á hendurnar og naglabandakrem eða vaselín á naglaböndin.
4.Láttu volgt vant renna í skál. Helltu nokkrum dropunm af barnaolíu í skálina . Það er einnig gott að nota olíuríka sápu til þess að hreinsa neglurnar og hendurnar. Hafðu fingurnar í vatninu í nokkrar mínútur.
5.Burstaðu negðurnar með naglabursta en ef að þú átt ekki slíkann þá geturu notað tannbursta.
6.Berðu aftur naglabandakrem eða vaselín á naglaböndin svo að þau verða mjúk og fín. Ýttu böndunum varlega upp að naglarótinni með þar til gerðum pinna.
7.Berðu aftur handáburð á hendurnar. Þvoðu síðan kremið af nöglunum. Þurrkaðu neglurnar vel.
8.Byrjaðu alltaf á að lakka með undirlakki til þess að neglurnar verði ekki mislitlar. Láttu undirlakkið þorna vel.
9.Lakkaðu neglurnar með lituðu lakki. Byrjaðu á því að mála strik á miðja nöglina og síðan með hliðunum. Láttu lakkið þorna vel. Lakkaðu neglurnar tvisvar með litaða lakkinu.
10.Lakkaðu síðan yfir með yfirlakki sem verndar neglurnar.
Fótsnyrting á 10 mín.
1.Settu fæturna í balann og helltu gjarnan svolitlu af barnaolíu eða fljótandi sápu í vatnið.
2.Taktu burt harða húð af fótunum með þjöl. Þurrkaðu síðan fæturna með handklæði.
3.Klipptu neglurnar beint en ekki niður með hliðunum til að þú fáir ekki inngrónar neglur. Notaðu síðan naglaþjöl.
4.Nuddaðu naglaböndin með vaselíni eða naglabandakremi.
5.Ýttu naglaböndunum og húðinni kringum neglurnar upp með þar til gerðum pinna. Fjarlægðu jafnframt óhreinindi undir nöglunum.
6.Berðu fótakrem á fæturna.
7.Lakkaðu neglurnar með sumarlegum lit. Þú getur notað sérstakan svamp til að halda tánum í sundur. Þurrkaðu allt krem af nöglunum og lakkaðu þær síðan, fyrst með undirlakki, síðan lituðu lakki og loks yfirlakki. Láttu lakkið þorna almennilega á milli umferða.
Enjoy!