Ég hef verið að skoða mikið gamla Eurovision keppnir undanfarið og verð að benda á hvað það er rosalega gaman að pæla aðeins í tískunni í Eurovision. Hún endurspegla að miklu leyti tískuna sem var ríkjandi á meðan á keppnunum stóð.
Ef við tökum sem dæmi Cliff Richard sem tók þátt í keppninni árið 1968 með laginu Congratulations. Hann var í alveg eins fötum og Austin Powers er þekktur fyrir. Dökk flauels-jakkaföt og blúnduskyrta. Fyrir utan það hvað hann var nú sætur á þessum tíma þá gera þessi föt hann afskaplega sexy. (Má vera að það sé bara áhrif frá Austin Powers) Bakraddirnar hjá Cliff voru þrjár ungar stúlkur. Þær eru allar í eins kjólum, þeir eru stuttir bleikir hlýrakjólar með litlum hvítum blúndum. Mér finnst hann meira að segja allt of væminn til að nota sem náttkjól, hvað þá kjól í Eurovision.
Tveimur árun seinna, eða árið 1970, bar enn dálítið á blúnduskyrtunum en þó voru blúndurnar farnar að minnka töluvert. Einnig var keppandinn frá Spáni í jakkafötum eins og við þekkjum í dag, með bindi. Það eina var að ALLT var blátt. Jakkafötin, skyrtan og bindið. Ofsalega himinblátt. Írska stelpan Dana vann keppnina þetta árið með rosalega fallegu lagi sem heitir All kinds of everything. Hún var í ofsalega fallegum stuttum ljósum kjól sem þætti fullboðlegur í dag.
1985 var tískan viðbjóðsleg að mínu mati. Alveg eins og í leiðarljósi og ætla ég því ekki að fjalla meira um hana.
Árið 1988 var keppandi frá Portúgal í appelsínugulum senjorítukjól og ég er enn ekki búina að átta mig á hvort þetta er karlmaður eða kvenmaður. Kjóllinn var afskaplega típískur senjorítukjóll og lagið eflaust ágætt. Spurning er bara hvort þessar miðjarðarhafsdömur séu yfir höfið svona loðnar.
Jæja, þetta er ágæt um tískuna í Eurovision í bili og ég hvet ykkur eindregið til að kanna þetta. Ekki einungis er gaman að skoða fötin, heldur æði að hlusta á öll gömlu lögin.
p.s. á myndinni er Cliff Richard