Hvað eru margir korkar sem koma inn vikulega um þessi málefni: “Ég er svo feit/ur, ég er allt allt of þungur…! Hvað á ég að gera!? “

Svarið er: Alltof margir.

Ert þú of feitur? Ef þú lítur í spegil hvað sérðu? Sérðu kjötbollu eða tannstöngul? Kannski. Ertu kjötbolla? Kannski ekki. Eða líturðu kannski alveg eðlilega út en vilt ekki sjá það. Þú verður að sjá það og þú verður að viðurkenna það. Þú getur ekki miðað þig við anorexíusjúklinga sem þú sérð í blöðunum eða stelpuna í skólanum sem borðar ofboðslega mikið en er alltaf eins. Sumir þola að borða allt því að þeir brenna því svo fljótt. Aðrir brenna ekki eins fljótt og fá þess vegna fitu á sig, í stað þess að brenna henni. Ert þú of feit? Ertu 5 númerum fyrir ofan stærðina sem þú átt að vera í? Ef þú ert einni eða tveimur stærðum fyrir ofan þeirri stærð sem þú heldur að þú eigir að vera í, ekkert mál. Þú ert ekki of feit. Þú ert ekki of þung.

Hvað er til ráða?

Ef þú ert á aldrinum 12-18 ára er alls ekkert ráðlegt að fara að lyfta eða á einhvern atkins kúr. Þú þarft á kolvetnum að halda, sérstaklega þegar maður er að stækka og þegar maður er ungur. Það sem best er að gera er að sleppa ÖLLUM sætindum. Allt frá jólakökunum upp í bland í poka, frá kleinurhringjunum niður í gulrótaköku. Sleppa þessu. Algjörlega. Engar undantekningar, ekki einu sinni í þínu eigin afmæli. Það er erfitt að gera þetta fyrstu tvær vikurnar, en eftir það þá er það hægðarleikur. Það sem þarf er vilji og þol og að vilja að vera eðlilegur umfram allt annað. Það þýðir ekkert að væla yfir því að vera of feitur og svo sökkva sér niður í sælgæti. Þú þarft að gera eitthvað, ekki heimurinn.

Meðal þyng miðað við hæð

Til þess að reikna um það bil út þyngdina sem þú átt að vera í er gott að mínusa hæð við 110. Sem dæmi: 165-110=55kg, þá á við komandi að vera um það bil 55 kg, fimm kílóum til eða frá. Þetta virkar fyrir stelpur í það minnsta en fyrir stráka ætli það sé ekki raunsænna að það sé: 175-105= 70 kg, þó að ég sé mjög illa að mér í þyngd karla. En munið, þetta er aðeins viðmiðun, alls ekki endanleg útkoma þar sem engir tveir eru eins.

Hreyfing

Ef þú ert að reyna að grenna þig þá er málið að fá sér línuskauta og línuskauta hvert sem er (þegar það er ekki snjór… annars er gott að nota göngu skíði þá ;) .. þegar maður skautar þá brennir maður miklu því að maður þarf að nota allan líkamann, auk þess sem það er gaman, einfalt og styrkir vöðva. Persónulega finnst mér skemmtilegra að skauta en að labba á milli staða, en það er persónubundið.

Hvað tekur það langan tíma að verða eðlilegur?

Það tekur tíma. Ef þú varst/ert virkilega feit/ur þá tekur það tíma. Ef þú hættir að borða nammi og sykur þá á fólk eftir að sjá á þér eftir mánuð, tvo mánuði og þar fram eftir götunum. En það tekur tíma að komast í alveg 100% sama útlit og áður, þó að þú finnur fyrir breytingum strax. Ár fyrir suma, tvö ár fyrir aðra því það að grennast kemur ekki einn tveir og þrír. Það er ekki til nein skyndilausn til þess að grennast. En þó að það taki jafnvel ár að komast í alveg fullkomlega eðlilegt ástand þá er víst að það á eftir að sjást að maður hefur misst kíló. Umfram allt ekki gefast upp!

Vonandi hefur þetta svarað einhverjum spurningum og ef það eru einhverjar fleiri spurningar get ég gert mitt besta eða spurt þá sem ég þekki sem eru sem dæmi næringafræðinar.

kær kveðja
Fantasia