Gaman-gaman

Ég hef hvergi séð stílinn ræddan á huga, og ákvað því að koma með smá umræðuefni. Þetta er frekar grófsögð frásögn, svo ekki hika við að spyrja um eitthvað ;).

Hér er copy/paste af síðunni http://www.samfes.is um markmið keppninnar!:

- Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.
- Vekja jákvæða athygli á hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvarinnar.
- Að unglingarnir komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.


Í ár var þemað litir… Ég, ásamt tveimur vinkonum mínum, mynduðum hóp. Ég bauð mig fram sem módel, og verð að segja að það er geggjað stuð, en samt rosalega stressandi.
Fyrst var haldin undankeppni (og þið getið farið á http://www.skagafjordur.com og leitað í myndasyrpur ef þið viljið sjá einhverjar myndir) hérna á króknum.
Hópurinn okkar vann og við áttum s.s. að fara í kópavoginn og keppa þar.

Við breyttum nú ekki miklu af upphaflega dressinu, heldur bættum frekar aðeins. Dressið, sem er á myndunum hvítt, er nú orðið marglitað (litað með matarlit) og við bættum við handmáluðu “skrauti” á vinstri handlegginn.
Síðan var líka hárgreiðslunni breytt, svo hún sæist betur.

En nóg um undankeppnina :P.
Við mættum 20.nóvember á svæðið og við áttum að fá tvo klukkutíma í verkið :D…
Við tókum okkar tíma, og við vorum umkringdar öðrum hópum, svo við (ég) urðum soldið stressaðar.

Þegar örlagastundin rann upp, að sýna útbúnaðinn, kom í ljós (fyrir mér) að þetta var alls ekkert erfitt. Dómararnir höfðu labbað um svæðið meðan við undirbúðum okkur, svo þeir höfðu séð smáatriðin (sem við löggðum mikla áherslu á) vel og vandlega.

Ég var umkringd flottum og velhönnuðum “búningum” og gat gert mér í hugarlund hverjir myndu vinna. Reyndar þá var ekkert rétt hjá mér.

Loksins (þá meina ég loksins) kom að verðlaunaathöfninni. Fyrst voru veitt verðlaun fyrir förðunina, síðan hárið og seinst stílinn. Og þar á eftir komu 5. 4. 3. 2. og seinast 1. sætið :P.

Við horfðum á hver aðra og brostum allan hringinn þegar Friður var kallað upp. Við höfðum unnið verðlaun fyrir förðunina (andlitið+handleggurinn+bakið)…

Því miður get ég ekki sagt nöfnin á hinum félagsmiðstöðunum (bara einfaldlega því ég man þau ekki) en ég get sagt að Jemen (Yemen, Je-men…) stúlkur unnu.

Því miður vorum við (ég aðallega) ekki sátt/ar við það, mér/okkur fannst nokkrar aðrar félagsmiðstöðvar vera skildar útundan, og þá meina ég sko að þær voru flottari. Finnst mér eins og þær höfðu unnið af eintómum klíkuskap, en það er bara mín skoðun, hef enga rökfærslu á það.
Reyndar þá finnst mér hárgreiðslanm á góðri íslensku, soldið cool.

Annars vorum við sáttar með okkar, unnum verðlaun af 44 módelum, fengum blóm, bók og snyrtivörur :P. Og ég held að við fáum mynd af okkur einhversstaðar!

Líka vil ég benda á http://www.samfes.is , þar eiga að koma myndir úr keppninni.

Þakka bara öllum sam-keppendum okkar :P… Og vona að ennþá fleiri taka þátt á næsta ári. Samt ekkert of margir :p