Jæja, eins og flestir vita er dáldið langt síðan að America´s Next Top Model 2 fór í sýningar á Skjáeinum. Eins og talan “2” gefur til kynna er þetta önnur þáttaröðin, en kona að nafni Adrianne Curry vann síðustu keppni. Mér finnst þessi þáttaröð alveg eins skemmtileg og sú síðasta ef ekki skemmtilegri og margar mismunandi konur eru að keppa um verðlaunin. Það eru eftir:

Yoanna-Missti bara heilmikið af þyngd til að komast í þáttinn og hefur verið óvinkona Camille síðan í upphafi. Hún hefur dáldið milt útlit og það þykir mér mjög fallegt.

April-Stelpa sem er hálf japönsk og hálf amerísk, þ.e mamma hennar er japönsk en pabbi hennar er frekar ljós yfurlitum. En hún ber greinilega asíska útlitið með sér og ætlar nú að leggja áherslu að markaðssetja sig sem asíska fyrirsætu, en hún ætlaði fyrst ekki að gera það.

Camille-Kemur frá Jamaica og er mjög stolt af uppruna sínum. Kemur oft fram sem hrokafull díva og það er ekki það sem dregur að sér fólk. Hún gerir sig oft af fífli með sjálfselskunni í sér og montar sig stundum af reynslu sinni sem fyrirsæta. Flestar ef ekki allar stelpurnar þola hana ekki.

Mercedes-Kröftug og sæt stelpa en er því miður með krónískan sjúkdóm sem kallast “rauðir hundar” sem einkennist af því að líkaminn ræðst á sjálfann sig held ég og þess vegna er hún suma daga mjög máttlaus en berst hetjulega gegn því. Hún hélt þessu fyrst leyndu en nú er hún búin að játa að hafa sjúkdóminn.

Sara-Stelpan á íranskan föður sem veit ekki að hún er í þættinum og það er erfitt fyrir hana að halda þessu leyndu fyrir honum. Faðir hennar telur fyrirsætubransann vera hálfgerðan hórubransa vegna múslimskar trúar sinnar. Hún er hins vegar mjög stolt af uppruna sínum.

Shandi-Hún er ekki með mjög mikið sjálfsálit greyið en er bara nokkuð falleg. Hún er reyndar rosalega mjó en það getur alveg komið sér vel. Hún hefur alltaf átt leiðinlegt samband við foreldra og ættingja sína og þykir vænst um kærastann sinn, Eric. Hún var einu sinni mikið í fíkniefnum.

Catie-Mjög ljós yfirlitum, er mjög falleg en lítur oft ekki út fyrir að geta staðið undir álaginu í fyrirsætubransanum því að hún fer oft að gráta undir álagi, í einum þætti held ég að hún hafi farið að gráta fjórum til fimm sinnum. Hún hegðar sér líka oft dálítið barnalega og er oft eins og hún þurfi að vera hugguð daginn út og inn af hinum stelpunum.

Jæja, þetta eru semsagt þær 7 sem eru eftir. Það er mjög erfitt að velja á milli þeirra (fyrir utan Camille sem ég vona að fari) en þetta eru svona 1,2,3 sætið hjá mér:

1.Sara
2.Mercedes
3.April eða Yoanna

Og svo er það auðvitað Tyra Banks sem stjórnar þessu sem er bara fallegasta kona í heimi að mínu mati. Og já, endilega bara segið mér hverjum þið haldið með!

Kv,
sweetbaby