Það að vera Goth Jæja, þar sem ég hef séð allskonar umfjallanir um hin umtöluðu Goth þá hef ég ákveðið að koma með grein um þetta furðulega fólk.

En já, Goth myndaðist stuttu eftir að pönktímabilið byrjaði. Goth voru yfirleitt krakkar á unglingaaldri sem höfðu komið frá slæmum heimilum, einelti og útskúfun samfélagsins. Fjölmiðlar og fleiri komu með slæma umfjöllun um þetta fólk og af því myndaðist stereótýpan. Allir sem eru Goth eru dópistar, uppreisnargjarnir, hata allt, eru vondir við foreldra sína, meiða börn og dýr, djöfladýrkendur, drekka í óhófi og reykja.

En það er nú ekki öll sagan. Auðvitað var til fólk sem klæddist svona og voru versta fólk, en svo voru náttúrulega þau sem ekkert gerðu og voru samt stimplaðir á sama hátt, en það gerist oft þegar þeir slæmu eyðileggja fyrir hinum góðu. Fjölmiðlar myndu aldrei taka einhvern sem væri Goth og segja frá hvílíku fyrirmyndarlífi hann lifði, það er engin frétt í því, svo að þeir taka bara vondu hlutina, vegna þess að þau eru öðruvísi.

Svo er umfjöllunin í dag ekki mikið betri. Við erum þunglynd, hötum enn allt, reykjum alveg örugglega, drekkum, kannski meira að segja dópum! Rífumst alveg örugglega alltaf við foreldra okkar og erum vissulega djöfladýrkendur! En það er nú ekki satt. Sumir eru sannkristnir, hafa aldrei snert á sígarettum eða einhverju slíku og hafa bara gott álit í lífinu.

Svo er það líka klæðaburðurinn sem hefur vakið upp alla þessa neikvæðu athygli. Pönkarar voru þeir sem komu yfirleitt frá fátækum, vandræðafjölskyldum og gengu í fötum samkvæmt því. Bara einhverjum rifnum druslum sem þeir kannski fundu í einhverjum ruslatunnum. Þannig var Goth líka. En hvernig er þetta í dag? Þetta er ein af dýrustu tískunum á eftir Diesel og öllu þessu tískudóti sem flestir fylgja.

En hvað er Goth? Það er lífsstíll. Margir eru samt á því máli að þetta sé athyglissýki og ekkert annað, þetta geti bara ekki verið lífsstíll. Já ok og aumingja þú fyrir að vera svona fáfróður þá.

Það eru til svo margar týpur af Goth að ekki er hægt að telja þær upp. En týpurnar eru ekki dæmdar af merkjum fatanna. Það eru engin. Það er dæmt eftir í hvað þau klæða sig. Goth er ekkert verra en einhver sem gengur í mjög venjulegum fötum, vissulega eru til þau sem eru með einhvern aumingjaskap, skera sig og segjast vilja deyja og bla bla bla. Það eru þau “Goth” sem eru á unglingastigi sem fer hjá, þau hætta þessu seinna og fullorðnast. En svo eru þau sem eru bara svona. Við erum bara svona. Það er bara þannig.

Maður verður ekki bara allt í einu Goth. Maður er það alla ævi, en uppgötvar það ekki fyrr en seinna, og það er mjög mismunandi hvernær þau fatta það.

Þetta er MJÖG ónákvæm og gróf útskýring á hugtakinu Goth. Þeir sem ætla eitthvað að fara að vera merkikerti og segja mér um Vestgota og Austgota skulu bara halda kjafti. Ég veit allt um þetta, og Goth í dag er allt annað. Ok??

Endilega spyrjið í greinarsvörum eða eitthvað.

Takk fyrir
Indiya