Nú er ég tvöfalt eldri en greinahöfundur, þannig að e.t.v. er ég of gamall til að það sé tekið mark á mér. En hér er það sem ég vil leggja til málanna.
Sko, það breytir enginn því sem þykir “æsandi” hvorki hvað varðar konur eða karla. Konum þykir feitir strákar ekki eins æsandi og þeir sem eru ekki feitir. Strákum þykir feitar stelpur ekki eins æsandi og ekki feitar. Nú eru til undantekningar á öllu, en þær eru undantekningar, og því verða þær ekki ekki hið almenna, það vinsæla.
Það að hafa smá hold utan á sér er í mínum huga ekki það að vera feitur. Þegar fita fer að verða ósmekkleg, þá virkar hún illa á aðdráttarhæfni þess sem um ræðir. Það er bara þannig.
En svo er hægt að vera of grannur, og sem strákur, þá þykir mér stelpur sem eru ekki með læri, rass eða brjóst, ekki eins aðlaðandi og þær sem hafa þessa þætti. Módel sem við sjáum í sjónvarpi og í blöðum eru fæstar með þessa þætti. Hinsvegar er við kíkjum í klámblöð eða afurðir klámiðnaðarins, þá sjáum við konur sem eru alls ekki grannar, enn þó alls ekki feitar heldur. Þær hafa læri, brjóst og rass, eru jafn vel ekki nauðsynlega óumdeilanlega fagrar í andliti, eru oft frekar venjulegar þegar að því kemur. Það sem mér þykir persónulega mest æsandi eru konur sem hafa “karakter” og þessa þætti sem klámkonur hafa. En þá er ég engöngu að tala um að þær virki æsandi á mig. Það þýðir ekki að ég vilji tala við þær lengi, hvað þá að ég vilji byrja með þeim. En ef stelpur vilja virka æsandi ættu þær ekki að fara í megrun nema að þær séu feitar. Grannar stelpur sem við sjáum í tískublöðum eru kannski fallegar, jafnvel þó þær væru kynlausar, strákar eða stelpur, væru þær fagrar verur, og henta því vel til þess að auglýsa og bera tískuföt á torg.
En málið er að eftir allt saman, þá er smekkur stráka og líkast til stelpna líka, mjög mismunandi. Nema hvað varðar grunnþætti eins og útlit sem virðist vera óheilbrigt, eins og of mikil fita. Konur geta verið fagrar þegar þær eru horaðar, en þær væru mun meira sexí ef þær bættu á sig smá línum. Það sem tískuiðnaðurinn vill, er ekki það sem strákar vilja (þegar það kemur að því að vera sexí). Það sem strákar vilja þegar það kemur að því að vera sexí er það sem við sjáum í klámiðnaðinum. Hversvegna litu konur í klámiðnaðinum svona út, nema af því að það selur fleiri klámblöð sem NB strákar kaupa. Það eru ekki strákar sem klaupa tískublöðin! (Svona oftast alla vega.)
Þannig að ef stelpa vill vera aðlaðandi ætti hún að forðast það að vera feit, eða of grönn. Verið konur! Við viljum ekkert annað en einmit það! Ekki kynlausar beinagrindur. Ekki bollulaga fitubollur. Ef þið eruð hvorki of grannar eða of feitar, þá þurfið þið ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Ef þið eruð of grannar eða of feitar, þá er bara að takast á við það vandamál og leysa það, ef þið viljið eltast við það að vera tælandi.
En þegar þið eruð innan þessa ramma, þá er restin spurning um persónuleika, og þar er ekkert algilt viðmið. Þar ráðlegg ég ykkur að vera eins og ykkur er eðlilegt að vera. Við gætum sagt að líkur sæki líkan. Þannig að ef þið farið að leika ykkur sem einhverja sem þið eruð ekki, þá farið þið að laða að ykkur stráka sem þið viljið í raun ekkert hanga með. Þannig að verið þið sjálf og strákarnir sem eru á svipaðri bylgjulengd sjá eitthvað sem þeim líkar og vilja kynnast ykkur betur. Ef þú ert einföld og grunnhyggin stelpa sem vill bara einhvern töffara, þá er bara málið að gera sig að steríótípískri ljósku, og einföldu gæjarnir laðast að ykkur. Hinsvegar ef þið eruð flóknari og djúphugulli að eðlisfari, og viljið svipaðar týpur í lífi ykkar, þá skulið þið ekki fara út í “ljóskupakkann” því þá fælið þið þá stráka sem eru líkastir ykkur bara frá ykkur, og fáið gúmmígæjana í staðinn sem gætu ekki hugsað til að bjarga lífi sínu. Ef þið eruð þannig að þið eruð kannski flóknar og djúphugular týpur, en viljið samt þunnu gúmmígæjana, þá er líklegast vænlegast að leika ljósku, en þið munuð væntanlega reka ykkur á samskiptarörðugleika. En etv finnið þið gúmmígæja sem eru í raun djúpir og flóknir ein og þið. ;) Hérna ætla ég ekki að þykjast hafa nein ráð, því þetta er orðið mjög flókið og margbreytilegt.
Það skal enginn taka þetta sem einhvern heilagan sannleik, þetta er mun heldur viðmið sem hægt er að hafa í huga þegar þið eruð að reyna að laða að ykkur stráka.
Ég vil líka benda á að það eru til undantekningar þegar ekkert af þessu passar, en þær eru fáar myndi ég halda, þal undantekningar.
Haltu línunum nokkurnvegin í lagi, en ekki gleyma þér í því. Vertu svo þú sjálf, eða nokkurn vegin, og sýndu það af þér sem þú villt að strákarnir sjái. Leiktu hlutverk sem er ekki beinlínis lygi, þá ertu bara að ljúga að sjálfri þér og öðrum.
Ekki gleyma heldur að nákvæmlega þetta eru strákarnir að gera. Ekki halda að þú getir ekki haft frumkvæðið og nælt þér í strákinn, í staðinn fyrir að sitja bara og bíða eftir að strákurinn komi til þín.
Annað, á þínum aldri eru hlutirnir einfaldir, ódýrir, barnalegir. Þetta sem ég hef sagt verður enn mikilvægara eftir því sem þú eldist og srákarnir sem þú umgengst sömuleiðis. Á þessum (14) aldri vilja srákar venjulega bara “ríða” ekkert annað. Þeir meina ekkert illt, en ekki búast við að sambönd séu tilfinningalega fullnægjandi. Ef þið ætlið að stökkva út í laugina búist við því að verða illa særðar, því það mun gerast. Srákarnir sem eru þroskaðari eru væntanlega ekki þeir sem ykkur þykir spennandi á þessum aldri hvort eð er. Þannig að þið eruð líka nokkuð barnalegar á þessum aldri líka, enda á sama aldri. ;) Sambönd fyrir 16 eru held ég dæmd til að vera mistök, nema í undantekningar tilvikum. Farið bara varlega og hafið fæturna á jörðinni.
Okei þetta er orðið gott.
Kv.
VeryMuch