Jáá eins og flestir hérna á landinu vita þá hélt Metallica bestu, flottustu og stærstu tónleika Íslandssögunar, og voru þessir tónleikar mjög mikið í umræðunni langt fyrir þá og mikill spenningur í þjóðinni yfir þeim.
Það voru seldir 18.000 miðar á tónleikana og eins og ég sagði var mikil umræða um þessa tónleika..stærstu tónlikar Íslandssögunnar, þvílíkt show og fleira í þeim dúr, þannig að maður mátti svosem alveg búast við því að það kæmi helling af fólki á þessa tónleika sem hafði kannski í mestalagi heyrt eitt lag með Metallica, hnakkarnir kannski heyrt St. Anger á Fm þegar þeir, sko fm957 af öllum voru að auglýsa að hljómsveitin væri að koma (ahahah lame verð ég að segja). Þar sem við erum bara lítil plebbaþjóð, rétt um 300.000 og seldir 18.000 miðar á tónleikana þannig auðvitað kom svona fólk á þá líka.

Mér er það líka mjög minnisstætt þegar ég var að bíða í röðinni með A-svæðis miðann minn (varð að segja þetta haha) þá voru svona fjórir strákar fyrir aftan mig svona á aldur við mig. Alveg í þvílíkum Metallica bolum, búnir að skrifa “METALLICA” á hendina á sér og alveg að deyja úr töffaraskap. En allavena við vorum þarna að bíða eftir að okkur yrði hleypt inn og fyrir aftan mig voru þessir gaurar. Svo inn í Egilshöllinni voru 2 menn á efri hæðinni horfandi yfir allt fólkið sem beið í röðum eftir að komast inn. Þá sagði einn þeirra (strákanna fyrir aftan min) “Hey sjáið þarna uppi, þetta er Lars Ulric!!!,,. Well maður leit auðvitað þarna upp og ég sá þennan mann og fannst hann bara alls ekkert líkjast Lars Ulric og bara hló að þessu. Þá sagði annar gaur þarna hjá þeim “Já Lars er það ekki þarna gítarleikarinn?,, Tek það aftur fram að þessi gaur var í þvílíkum Metallica bol og læti. Ég gjörsamlega dó úr hlátri og var alveg agndofa á því hvað þessir blessuðu strákar voru sorglegir, en svona er þetta orðið!

Og núna svo eftir þessa tónleika er komin alveg þvílík Metallica tískubylgja hérna á Íslandi, allir hnakkarnir farnir að ganga í Metallica bol og orðnir alveg “hardcore Metallica fans” eða það halda þau allavena þvi þeir fóru á tónleikana og það er bara orðið svona “inn” núna..þótt fólkið hafi ekki einu sinni farið á tónleikana eða hlustað á Metallica eru þeir samt farnir að ganga í svoleiðis bol. Það fer alveg endalust í taugarnar á mér. Metallica hefur verið ein uppáhaldshljómsveitin mín í þó nokkur ár þannig þetta fer alveg í mínar fínustu. Svo þegar maður er að labba niður í bæ eða eitthvað í Metallica bolnum sínum þá sér maður allavena svona 5 sem eru í alveg eins bol!

…Æi langaði bara aðeins svona að koma þessu frá mér.

Afsaka lélega stafsetningu.
./hundar