Jennifer Aniston klippti hárið á sér í þunglyndis kasti. Henni fannst eitthvað ósanngjarnt hvað hún átti gott líf miðað við alla aðra í heiminum svo hún fór og lét klippa það og sá ekki lítið eftir því!
Sítt hár finnst mér mjög flott ef maður sér það á eitthverjum öðrum en sjálfum sér. Ég til sæmis er með frekar sítt hár eða tæplega niður að olboga. Hárið á mér er svo þykkt að ef ég myndi klippa það í axlasídd eða styttra þá væri það bara algerlega út í loftið!
Eins og allar þessar frægu stjörnur í Hollywood sem að fær mikla athygli út á hárið á sér eru flestar með sítt hár! T.d Lucy Liu, Nelle (í Ally Mc Beal), Jennifer Aniston (gamla hárið), Jennifer Lopez, Jessica Simson, Britney Spears, Cristina Aguilera, Brandy,(ég veit ekkert hvort ég sé að stafa þessi nöfn rétt!) vá ég gæti talið langt fram á nótt!
Ég skoða alveg rosalega mikið tískublöðin alveg eins og þú. Og ég sé alveg rosalega mikið af síðu hári í Þeim.
Ég meina hver hefur ekki lent í því að t.d. vera að leita af eitthverri flík og finna hana hvergi en svo loksins þegar þú ert búin að finna hana og kaupa hana þá er hún til alls staðar.
Þetta er alveg eins, þegar þú ert ekki með sítt hár þá tekurðu hvergi eftir því að aðrir séu með sítt hár en þegar þú hefur sítt hár þá sérðu það alls staðar!!! Þetta er alveg eins með stutt hár og allar aðrar klippingar!
Auðvitað er sítt að aftan að koma aftur í tísku hjá vissum hópi fólks, sítt hár hjá vissum hópi, stutt hár hjá öðrum…þetta fer allt saman eftir því hvað fólki finnst.
Ég meina hverjir eru það sem skapa tískuna? Koma ekki mestu áhrifin frá fatahönnuðunum úti í heimi?
Ef Tommy Hilfiger finnst flott að hafa sítt hár þá velur hann stelpur með sítt hár í tískusýningarnar hjá sér. Og ef Cristian Dior finnst flottast að hafa stutt hár þá velur hann stutthærð módel.
Svo er bara misjafn hvaða hönnuður það er sem að hefur áhrif á fólk. Og eftir hverjum fólk hermir!
darma