Ég er mikið búin að vera að velta þessu fyrir mér, því hvaða klipping, hársídd, hárlitir, hárgreiðslur o.s.frv. verða í tísku í sumar?
Í vetur var mikið um sítt hár og vildi ég vita hvort það verður áfram út sumarið eða hvort það komi eitthvað alveg nýtt?
“Sítt að aftan” ojj barasta mér finnst það vera ljótt þó svo að mér finnist bara vera mjög gott hjá þeim sem að fíla “Sítt að aftan” að kýla á það og vera sjálfstæðir!
Og það með hárliti. Það hafa oft verið miklar sveiflur í hárlita tískunni. Og ganga þær sveiflur mest á milli þess að vera dökkhærður og ljóshærður. Hvaða litir finnast ykkur vera flottastir?
Er flottara að vera með litað hár eða ólitað og náttúrulegt?? What's your opinion?
Og málið með hárgreiðslur??? Eru svona “wild” hárgreiðslur enn í tísku eða eru meira að fara að koma svona fínar og vel gerðar hárgreiðslur þar sem maður þarf að fara að setja hárlakk og eitthvað vesen í sig??
Hárgreiðslan sem Julia Roberts mætti með á Óskarsverðlauna-afhendinguna er núna mikið komin í tísku í Hollywood og er bara spurning hvað hún verði lengi á leið sinni til Íslands, það er að segja ef hún kemur eitthvern tímann hingað!!
Og hvað er í tísku fyrir hárið á strákum??? Finnst ykkur skalli vera “sexý”??? Eiga karlmenn að hafa sítt hár???
Bara nokkrar spurningar um hártískuna!! Hvað finnst ykkur???
darma