Já því miður er svoleiðis til…
Um daginn sá ég strák á aldrinum 13-15 í Smash og hann var SkopparaChocko.
Hann var í VÍÐUM buxum, þeim víðustu sem ég hef örugglega séð, en síðan var hann í þrengstu rúllukragapeysu sem ég hef líka séð. OK, ekki að ég sé að setja útá drenginn, hann er örugglega ágætis gaur og allt, en þessi fatastíll hans passaði bara ekki neitt saman, þröng peysa og of víðar buxur…
Að mínu mati er allt í lagi að ganga í skopparafötum, enda geri ég það sjálfur, og mér finnst líka alltílagi að vera í chockofötum, enda geri ég það líka sjálfur, en að blanda þessum tveim fatastílum saman er bara ekki einusinni fyndið… greyið drengurinn leit fáránlega út… chocko og skoppari og skiptist nákvæmlega í miðju.
Svona fyrir þá sem eru að pælí að vera SkopparaChockoar, þá myndi ég hugsa mig betur um, því það er tíska sem meikar bara ekki sens…

AR