Sammála
Þegar ég var kannski 13 ára var bara eina búðin sem ég verslaði í 17. Það var þegar Tark æðið var og allar stelpur voru eins í þröngum buxum og buffaloskóm. Svo komst maður nottla að því að Tark buxurnar voru bara ekkert öðruvísi en buxur úr Hagkaup. Svo voru nottla Hagkaupsbuxurnar 4000 kalli ódýrari. Það er ótrúlegt hvað 17 kemst upp með að selja föt dýrt og unglingar kaupa þau samt. Í dag versla ég ennþá í 17, en ekki nærri því jafn mikið og áður. Það er fullt af öðrum búðum sem selja alveg jafn flott, ef ekki flottari föt. Þau eru líka oftast ódýrari. Það skiptir líka ekki máli hvar þú kaupir fötin ef þér finnst þau flott. Ég er allavega farin að kíkja í sem flestar búðir, jafnvel þótt það séu litlar líkur að ég finni eitthvað þar, því inn á milli leynist alltaf eitthvað flott!!