Ég er kvk og var niðrí bæ á menningarnótt í nýju fínu leðurbuxunum mínum, flestar stelpurnar settu upp þennan “svip” sem er svo algengur og hundleiðinlegur en strákarnir töltu upp að manni og spurðu hvort ég væri lessa eða hvort ég væri á mótorhjóli.
Leður er einhvað sem að mér finnst klassískt einhvað sem verður alltaf þarna sjáið t.d. “kattarkonuna” í leðrinu sexý og flott.
Leður á ekki bara að tengjast hjólum, rokki eða kynlífi, t.d. fína konan sem að situr á kaffihúsi hún getur verið í flottum leðurjakka en ef hún væri í leðurbuxum þá hvað? Er hún lessa eða hjólafrík (ekki taka þetta til ykkar).
Hver er munurinn á Leðurbuxum eða jakka? Afhverju er þetta svona?
Jú af því að það er ekki “inn” að vera í leðri í dag og þeir sem að þora því hljóta að vera gay eða með einhvað á milli labbana sem öskrar brúmmm.
Þar sem að leður hefur verið til og í notkun heil lengi vona ég að þessi ýmind sem hefur skapast hverfi. Og mæli ég eindregið með því við alla að fara upp í Kós á Laugarveginnum og máta þið finnið öruglega einvhað við ykkur hæfi þótt það sé ekki nema belti.
Já og mig langar líka að vita hvort einhvað ykkar á leðurjakka eða buxur.
Að hafa skoðun er réttur allra. Ég á mínar og þú átt þínar, þú mátt tjá þig um þínar skoðanir en ekki þröngva þeim upp á mig