Þannig var það að ég hafði sama sem ekkert sjálfstraust og mér leið njög illa útaf því. Ég var svo feymin og lokuð, þannig að mér fannst ég vera ljót, MJÖG ljót.
Það er svolítið síðan að ég sá að maður getur ekki lifað svona, þorir ekki að koma skoðunum sínum á framfæri í ótta við að aðrir muni gera lítið úr manni.
Þannig að ég tók mér tak og byrjaði að rækta sjálfstraustið og sjáfsálititð, með æfingu sem hljóðar svo: Alltaf þegar ég vaknaði á morgnanna sagði ég upphátt við sjálfa mig “Ég er falleg, ég er frábær, ég er best”…og svo framvegis.
Fyrst hvíslaði ég þetta, en með tímanum fór ég að segja þetta hærra og hærra eftir því sem sjálfstraustið óx.
Núna er ég fullkomlega sátt við sjálfa mig og ég er ekki lengur feymin og með sjálfsálitið í molum.
Ég veit að margir eru svona feymnir og ósáttir við sjálfa sig og ég mæli með þessari æfingu. Hún virkaði vel hjá mér.
Ég veit vel að ég er falleg ef mér finnst það.
Það geislar svo sjálfstraustið af manni að öðrum finnst maður vera fallegur.
(Eins og ég fékk t.d.mikla mikla athygli frá strákum á íþróttamóti þar sem bæði strákar og stelpur voru á.)
-Þá var ég með sjálfstraustið í toppstandi!
Manni líður miklu betur ef maður hefur mikið sjálfstraust og þorir að vera maður sjálfur. Og þetta er alveg dagsatt.
Pantalæmon hefur tjáð sig. Lifið heil!
The road is my slave, that's how I feel