Einsog í greininni hér að neðan er talað einsog það sé bara hægt að versla við eina búð?
Afhverju ætti maður bara að versla við eina búð? Það er ekki einsog bara ein búð á landinu sé með flott föt. Ég verlsa t.d. við margar búðir, ég versla við Smash, Jack & Jones, Herra Hafnarfjörður og fullt af öðrum verslunum. Fer bara eftir því hvað mig langar í á hverjum tíma.
Mér finnst að fólk ætti ekki bara að einblína á einhverja eina búð því að einsog uppá síðkastið einblína margir t.d. á sautján og þá sér maður líka rosalega mikið af fólki í ALVEG eins fötum. Fólk á ekki að láta undann til þess að vera einsog allir hinir, þannig fólk eru bara sauðir sem reyna vera einsog öll hjörðin. Fólk er EINSTAKT, og hefur rétt til að ganga í hvernig fötum sem er, þótt ég sjái 17 ára strák/stelpu í dag í einhverjum ‘80’s fötum þá dæmi ég hann/hana ekki útaf því, heldur hver hann/hún er. Auðvita skipta föt miklu máli í lífi fólks, að klæða sig og það smekklega, en það ætti ekki að dæma fólk bara eftir fötunum, munið það…
AR