Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur dæmt af útlitinu. Ef stelpa gengur í stuttu pilsi og er í opnum bol er hún talin drusla. Afhverju? Má hún ekki ganga í þeim fötum sem henni langar til þess að ganga í? Þetta er bara hennar smekkur og það kemur okkur ekkert við hvernig hennar smekkur er. Ég viðurkenni að ég hef verið of fljótfær og dæmt svona stelpur en svo þegar að maður kynnist þeim þá geta þær verið alveg æðislegar. Sumar geta samt líka verið voða óspennandi.
Afhverju eru strákar svona á móti hnökkum? Þeir eru bara eins og þeir eru. Ef þeir vilja vera með gel þá mega þeir það, ef þeir vilja vera í þröngum buxum þá mega þeir það. Hvað er að því þó að þeir hugsi um útlitið sitt? Persónulega þá finnst mér gaurar sem eru snyrtilegir flottari heldur en gaurar sem eru ekki búnir að fara í sturtu í 3 vikur og hárið er eins og á grýlu. Flestir hnakkar sem ég hef kynnst eru bara mjög fínir og skemmtilegir gaurar, en ég hef hitt hnakka sem halda að það þeir séu kóngar og séu fallegasti gaurinn sem til er og þeir eru ekkret spez.
En afhverju er fólk svona fljótt að dæma annað fólk sem þau þekkja gjörsamlega ekki neitt af klæðaburði? Það er þeirra mál hvernig þau klæða sig, ekki okkar. Kannski klæða stelpur sig í svona pils og boli til að fá athygli frá strákunum, sem þær oftast fá og kannski klæða hnakkar sig í svona gallabuxur og boli til að fá athygli frá stelpunum sem þeir oftast fá. Það á að kynnast fólki áður en maður dæmir fólk af útliti. Þótt að einn sé hnakki sé svona þá þýðir það ekki að hinir hnakkarnir séu eins og sama með stelpurnar. Íslendingar eru farnir að dæma of mikið af útlitinu.