Mig hefur alltaf langað að sjá hvernig ég kæmi út ef ég rakaði af mér allt hárið en hef aldrei þorað að gera það. Málið er að mér sýnist flest benda til þess að fólki finnist það… ósniðugt. Kærasti minn segir að það sé ljótt, þótt hann vissi notla ekki að ég væri að pæla í því, hann hefði kannski ekki sagt það þá :) Hann segir að sítt hár sé fallegast og kvenlegast. Ætli ég sé ekki sammála honum en mér finnst ferlegt vesen að halda þessu til.
Pabbi minn segir að það sé eitthvað andlega að konum sem klippa af sér hárið, að það lýsi innri vanlíðan :s að sjálfsögðu eru þetta skoðanir sem hann heldur annars fyrir sjálfan sig, og ég er EKKI sammála honum, það er ekki það sem ég vil rökræða um hér.
Allavina, svo finnst mér fólk bara almennt halda að stelpur sem raka af sér allt hárið séu líklegri(hlutfallslega séð) að vera lesbíur, hvað er ÞAÐ, er það bara útaf því að af því að þeim er sama um almenna fegurðarstaðla að þær séu hinsegin??
Finnst ykkur skallar flottir? Mynduð þið dást að þori stelpu sem krúnurakar sig eða myndi ykkur finnast það skrítið?
Takk fyrir :)