Komið þið sæl og blessuð!
Sko, þannig er mál með vexti að ég veit að það er fullt af fólki (sérstkalega stelpum)
sem að eru alls ekki sammála mér í þessu sem að ég er að fara að skrifa um, það er
samt allt í lagi því að ég var nú bara hjartanlega ósammála þessu fyrir u.þ.b. ári.
En ég verð bara að segja að mér finnst að Íslendingar mættu alveg fara að tjilla á
merkjunum! Mér finnst við vera að gera okkur að fíflum…
afhverju er ekki bara í lagi að vera maður sjálfur og hugsa sjálfstætt?
Ég hef eitt u.þ.b. 50.000 kr. í gegnum tíðina í bara diesel buxur, ef að ég fer að telja
upp allt sem að ég hef eitt í föt í gegnum tíðina, ég get bara sagt ykkur að það yrði sko
há tala! En pointið hjá mér er það að sama hversu miklum peningi ég eyddi í föt þá leið
mér ekkert betur og ég mér fannst ég aldrei nógu flott.. það leyddi svo til þess að ég
fór að vilja að kaupa fleiri og fleiri föt og eyddi að lokum öllum peningi sem að ég fékk
í föt…
Í haust tók ég samt ákvörðun um að kaupa mér ekki fleiri en 3 flíkur yfir veturinn og
þær máttu ekki kosta yfir 5þús. Og vitið þið hvað? ég hef bara aldrei verið eins sátt við
sjálfa mig eins og núna:D þannig að ég kvet ykkur Íslendinga til að hætta að gera
ykkur að fíflum og hugsa um fleira en bara að vera í eins dýrum fötum og þið getið;)
kv. mbg