Það er alltaf einhverjir sjálfmenntaðir ,,snillingar“ sem eru búnir að vera að lesa einhverjar kerlingarbækur, að segja manni að maður eigi ekki að borða ,sykur,nammi, fituríkan mat, skyndibitamat,kex og þess háttar, vilji maður losna við bólur. Sumir segja jafnvel að maður megi ekki drekka mjólk! Svo á maður víst líka að drekkar 10 glös af vatni á dag til að ,, hreinsa líkamann”. Eða eitthvað þannig. Ég skil bara ekki hvernig í ósköpunum það sé hægt að halda því fram að mataræði hafi áhrif á bólur þegar MILLJÓN vísindalegar tilraunir hafa sýnt fram á að það hefur nákvæmlega ENGIN áhrif á húðina hvort maður borðar gúrku eða djúpsteiktan kjúkling eða eitthvað annað. Hvenær ætlar þessir sjálfmenntuðu húðsérfræðingar að fatta að þetta skiptir engu máli. Þú færð bólur af því að það er eitthvað að hormónunum í þér. Þetta hef ég frá þremur læknum og einum snyrtifræðingi.
Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er sú að ég var sjálf með nokkuð slæma húð í langan tíma og það var ekki fyrr en ég fór til húðsjúkdómalæknis og fékk pillur við þessu að bólurnar loksins fóru. Fram að því voru hinir og þessir alltaf að stinga upp á að ég passaði mataræðið til að húðin yrði góð. Í heilan mánuð lifði ég nánast eingöngu á grænmeti ,ávöxtum og þess háttar.Og útkoman? Ég var NÁKVÆMLEGA jafn slæm og áður. Núna er ég alveg laus við þennan fjanda og samt borða ég nammi o.þ.h frekar oft hehehehe.
Langar bara að benda öllum sem kljást við bólur að vera ekkert að eyða einhverjum þrjátíu þúsund kalli í fullt af kremum sem virka svo kanski ekkert, og fara í nammibindindi sem ber engan árangur. Drífið ykkur bara til húðsjúkdómalæknis og vandamálið er úr sögunni :)