Ég rakst á vefsíðu þar sem hægt er að sjá hvernig tískuiðnaðurinn hefur niðurlægt konur í ýmsum auglýsingum. Það er svolítið undarlegt að merkin sem eru mest í tísku í dag komast flest öll á “svarta listann” þarna.
Annars er ég líklega orðin alveg jafn heilaþvegin og dofin eins og flestir aðrir því það er fátt sem mér finnst virkilega sjokkerandi þarna. Samt er margt sem vekur mann til umhugsunar og það verður að gefa auglýsingahönnuðum prik fyrir að geta fengið fólk til að kaupa eitt stykki gallabuxur fyrir tugi þúsunda!
Hérna er slóðin á síðuna (þessi liggur beint á svarta listann þeirra)


http://www.about-face.org/goo/newten/4/

Nú væri gaman að heyra hvað öðrum finnst um þetta. Mér finnst allavega komið út í öfgar hvað stelpur og konur verða að vera mjóar til að þær teljist fallegar. Geta virkilega einhverjir tísku/auglýsingahönnuðir bara ákveðið hvernig annað fólk má líta út?