Hæ öll sömul.

Nú fer bráðum að verða hlýrra í veðri, eða við skulum allavega vona það og nú undanfarið hef ég verið á fullu að leita mér af sumarlegum jökkum. Ég á einn jakka sem er úr gallaefni, keypti hann fyrir löngu í Zöru. En núna þetta sumar að þá langar mig í jakka sem er ekki gallablár, heldur einhvern veginn öðruvísi sniðinn og öðrum lit.

Svo fann ég þennan geggjaða hvítan sumarjakka hjá Gallerí 17. Var búin að keyra mörgum sinnum fram hjá versluninni á Laugaveginum svo ég ákvað bara að fara inn. Fékk að máta jakkann sem var á gínunni í útstillingunni því aðeins einn jakki var eftir frammi sem var XL. Og þar sem ég nota S/M að þá á ég frekar erfitt með að finna föt sem passa mér. Bæði því ég er vandlát, lágvaxin, með stóran barm sem eyðileggur stundum fyrir mér og er mittisgrönn.
Jakkinn sem ég fékk að máta var of lítill á mig. Enda XS! Er alveg rosalega fúl þar sem það er svo erfitt fyrir mig að kaupa flíkur :( Annað hvort eru þeir allt of þröngir jakkarnir, eða þröngir hér en ekki þar og svo allt of víðir á öxlum eða eitthvað. Og mig langaði sko sérstaklega í þennan jakka!

Getur einhver sem er kannski með svipað vandamál og ég leiðbeint mér. Eða einhverjir sem hafa rekist á góða, vandaða og flotta sumarjakka að láta mig vita. Ekki sakar líka ef þeir eru einnig ódýrir :)

Með kveðju

cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)