Jæja þetta áhugamál hefur verið frekar dautt upp á síðkastið þannig að ég ákvað aðreyna að skrifa grein um þetta og hitt sem tengist tísku, flest tengist einhvað gömlum umræðum.
Mitt álit á g-/t-strengjum:
Það var áberandiá þessu áhugamáli fyrir ekki svo löngu að einhverja konur/stelpur voru að nöldra yfir því að 13 ára stelpur væru að ganga í streng.
Ég verð að segja að 13 ára stelpur eru gelgjur (hvort sem þær viðurkenna það eða ekki) og fylgja tískunni hvernig sem hún er, 13 ára stelpum þykir líka mikilvægt að líta vel út alveg eins og eldra fólkinu, þó að þær líti kanski öðrvísi vel út…
Allavega finnst mér það ekkert koma öðru fólki við hvort 13 ára stelpur eru með band upp í rassinum eða ekki, í hvaða tilgangi sem það er.
Svo var þessi umræða áberandi um að fólk fyndi aldrei nein föt á sig því það væri bara framleitt fyrir 40 kíló fólk, ég er nú reydar bara 13 ára en öll föt sem ég máta (er þá að tala um buxur) eru of stór á mig! Allavega sér maður líka oft föt í mjög stórum stærðum og svona einhvað, kanski er þetta fólk bara að leita í búðum sem aðallega 12-15 ára stelpur versla í??
Stelpur sem mála sig: Þessi umræða var líka mjög áberandi hér á tímabili, persónulega finnst mér of ungt að vera að mála sig 11 ára en þessi umræða var að snúast um 13-14 ára stelpur, mér finst í lagi að stelpur á þeim aldri séu að mála sig, en þá ekki eins og þær séu með grímu! Sumar stelpur eru að mála sig þannig að maðu myndi ekki þekkja þær án meiks, það er of langt gengið, mér finnst líka ekki sniðugt þegar stelpur geta ekki farið í skólann eða æfingar ómálaðar.
Ég vil taka það fram að þessi grein er séð frá sjónarhorni 13 ára stelpu, mitt álit og ekkert annað.
Talandi um tísku það virðist líka vera í tísku hér á huga að leiðrétta stafsetningarvillur annara.
Kv. Fanney
folk.is/rusinubossi