Sko… ég geng persónulega aldrei í pinnahælum, hvað þá í skóm með mjórri tá… mér finnst það einfaldlega (no offense) forljótt!
Dagsdaglega geng ég í þröngum dökkum gallabuxum eins og þú varst að lýsa, en aftur á móti tengi ég þær alls ekki neitt við pinnahælana, því að mínir hversdagsskór eru DCShoes skeitara skór.
Ég er á Hárgreiðslubraut í Iðnskólanum í Reykjavík og eins og fólk sem að hefur komið þangað hefur kannski tekið eftir þá eru meirihlutinn af stelpunum þar í nýjustu tísku, pinnahælum og svo framvegis, því að hárgreiðslukonur eru meðal fólksins sem að skapa tískuna. Ég hinsvegar fatta ekki hvernig þær geta það, því að hárgreiðslukonur þurfa að standa í lappirnar, allann daginn, alla daga.
Þegar ég vil vera fín fer ég annaðhvort í háhælaða skó eða stígvél, en EKKERT sem að er með pinnahæl eða támjótt.
Ein pæling… þegar fólk(stelpur) eru búnar að pína sjálfar sig til að ganga í pinnahæluðum, támjóum stígvélum svona lengi, eru þær kannski hættar að finna fyrir sársaukanum sem að fylgir því?
Það er kannski rétt hjá þér að það er út í hött að það er ekki rétt að tengja saman þessa pinnahæla og þröngu gallabuxurnar. Það er ekkert að því að vera í þröngum gallabuxum daglega eins og þú lýsir, þetta nefndi ég kannski í því samhengi að ég þekki tvær dömur sem að eru mjög oft í hvort tveggja en það er sennilega tilviljun. Það er ekki eins óhollt að vera í þröngum gallabuxum daglega eins og að ganga á pinnahælum. En ég vil taka það skýrt fram að ég er ekkert endilega á móti pinnahælum, þetta snýst um hvað hverjum finnst flott og öðrum ekki. Þröngu gallabuxurnar hafa verið í uppáhaldi hjá mér eins og þér, þær eru svaka flottar, sérstaklega þessar dökkbláu. Það er ein starfstétt sem að ég held að gangi mest á á háum hælum og ég gleymdi að nefna, það eru flugfreyjur, þeim er gert að skyldu að vera í nælonsokkabuxum og háhæluðum skóm, a.m.k var það þannig einu sinni. Það eru líka margar flugfreyjur talsvert mikið fyrir að vera fínar. Svo má nefna að meðal íslenskra kvenna eru nokkrar háhælakonur sem að opinberalega hafa viðurkennt að vera mjög hrifnar af pinnahælum, þar er sjónvarpskonan Sirrý fremst, hún er mjög mikil “háhælakona” og er að öðrum konum ólöstuðum með flottari konum íslands.
0