Nú halda allir að ég hugsi ekki um annað en útlitið en ég ætla að skrifa niður nokkur ráð sem ég hef komist að eftir 24 ára æfi, með mömmu sem er snyrtifræðingur og allt of miklum tilgagnslausum lestri konublaða..
Mér hefur nefnilega fundist sjálfsagt að vita þetta allt en komist að því oft að vinir mínir og vinkonur hafa ekki vitað þetta og verið mjög glaðar að fá þessi ráð og þessvegna er ég núna að skrifa þau niður sem ég man í fljótu bragði!
Fegurðar- og snyrtiráð mín:
Andlit:
Andlit á að þvo kvölds og morgna með volgu vatni. Ef maður notar make-up á alltaf að þrífa það af fyrir svefninn með mildri hreinsimjólk/kremi og andlitsvatni. (ALDREI nota sápu í andlitið) (þrífa þó svo að maður sé dauðþreyttur eftir djamm!
Það á EKKI að bera á sig krem fyrir nóttina því húðin á að fá að anda og sjá sjálf um nauðsynlega húðfitumyndun á nóttinni. Þó má maður bera á sig augnkrem til að draga úr hrukkum og baugum.
Aloe Vera gel er undraefni sem hægt er að bera á augun í stað augnkrems og vakna algjörlega án poka daginn eftir, það er líka gott að bera á sig gott lag af Aloe Vera fyrir svefn einu sinni í viku til að næra húðina, sérstaklega gott fyrir bólótta eða fituga húð.
Á morgnana á að þvo andlit sitt með volgum þvottapoka og bera á það krem, það á að velja kremið vel eftir húðtýpu og ekki á að nota krem með alkóhóli eða ilmefnum.
Reglan er sú að ef þú hefur ekki lyst á að smakka kremið þá á ekki að nota ?það!
Best er að allar húðvörur séu náttúrulegar og án aukaefna og þá má helst benda á merkin Origins, Nuskin, Aveda og Dr. Hauscka. Margir halda að Body Shop vörur falli í þennan hóp en það er algjör misskilningur, í þeim eru fullt af aukaefnum og ilmefnum!
Það er gott að nota andlitsskrúbbkrem á óhreina húð 1-2 í viku en ekki oftar en það, muna að hreinsa með mildu andlitsvatni eftirá til að loka svitaholunum aftur.
Sturturútína:
Hár:
Þvo hárið með mildum náttúrulegum hárvörum og nota alltaf næringu í endana.Nuddaðu hársvörðinn um leið og þú þværð þér til að auka blóðflæði.. Skola næringuna úr með köldu vatni til að hárið haldi raka sínum og glansi meira. (ekki falla fyrir öllum sjampóauglýsingunum, það borgar sig að kaupa almennilegar vörur þó svo að þær séu dýrari) Hægt er að nota ferskann sítrónusafa til að lýsa hárið og gefa því glans og ólífuolíu í endana ef hárið er mjög þurrt og slitið.
Húð:
Skrúbbaðu þig með hörðum svampi eða þartilgerðum handska 2svar í viku og notaðu alltaf milt náttúrulegt skrúbbkrem eða mildustu gerð af sápu. Alls ekki nota sápur sem þurrka upp húðina, mæli með náttúrulegri hunangs-eða ólífuolíusápu ef maður vill sápu sem er með góðum ilmi, annars er hægt að nota neutral eða babycaresápur.
Í stað þess að nota bodylotion, sem er uppfullt af aukaefnum og ilmefnum sem eru slæm fyrir húðina þá á að bera á sig barnaolíu eða ólífuolu eftir að hafa þvegið sér í sturtunni og skola með frekar köldu vatni. Allur þessi prósess gerir húðina silkimjúka og fallega og kemur í veg fyrir appelsínuhúð og harða hnökra, ver mann fyrir útþurrkun við hitann á sumrin og kuldann á veturna!
Ekki nota bodylotion, nema þig langi til þess spari, það er ekki gott fyrir húðina!
Ýmis ráð:
Ef þú ert með bólu sem ekki er tilbúin til að kreista, berðu þá á hana tannkrem fyrir svefninn og hún verður uppþornuð og tilbúin til að taka og hreinsa um morguninn;)
Ef þú ert með harða litla hnökra á hand- og fótleggjum eða appelsínuhúð, skrúbbaðu þig þá vel með skrúbbkremi í sturtunni (frá origins t.d.) eða mildri sápu og berðu barnaolíu á og ljúktu með því að skola með eins köldu vatni og þú þolir;)
Ef þú átt það til að fá bólur á bakið þá er líka mjög gott að nota þetta ráð, nema sleppa olíunni og bera aloevera á eftir bað.
Ef þig klæjar undan svitalyktareyði þá er best að nota alkóhóllausann svitalyktareyði, það er t.d. hægt að fá þannig með aloevera, sem er langbest!
Make-up:
Ekki nota make-up með ilmefnum, flest meik eru með ilmefnum og öll þau ódýru!!
Góð meik eru t.d. frá Clinique, Biodroga, Mac og Nuskin. Hreinsaðu húðina og settu á hana krem áður en þú setur á þig meik eða púður. Ekki nota púður eða meik nema spari, þar sem það fyllir svitaholurnar af skít og lokar þeim, þá verða til bólur! Ef þú ert með rauðar skellur, bauga eða bólur þá er betra að nota bólufelara.
Ekki setja augnskugga á þig útfyrir augnlokin, það á ekki að vera augnskuggi á “beininu” þá ertu of mikið máluð;) Fínt er samt að setja hvítann eða perlulitaðann augnaskugga á allt svæðið fyrir neðan augnbrún áður en þú setur á þig augnlínupenna eða dekkri augnskugga, þá helst það líka betur.
Ekki setja augnlínu inní augnkrókinn, það fær augun til að virðast minni..
Ekki setja varablýant á þig útfyrir varirnar.
Ef þú vilt að varalitur haldist lengur átt þú að byrja á því að setja á þig smá varasalva
( ekki klína honum á eins og smjöri) setja þá varablýant og varalit, dömpa það “af” með pappír, og púðra yfir, og setja það aftur á, þá helst það miklu lengur!
Ég tek það fram að allt sem ég hef skrifað hér hef ég komist að eftir að hafa prófað allar hár-, húð-, og makeupvörur sem ég hef komist í.
90% af þessu er drasl, þó svo að sumt kosti fullt af pening!! Margt af því sem ég hef komist að eru mikið ódýrari lausnir og betri. Ég fell þó enn fyrir sumum auglýsingabrellum en kemst oftast að því að þetta er alltsaman kjaftæði.
Mundu regluna um að ef maður vill ekki smakka það, þá á ekki að bera það á sig því það passar. (og ef þú smakkar það og það er ógeðslegt þá áttu nottlega ekki að nota það heldur;)
Vörur sem ég get mælt hiklaust með eru: Dr. Hauscka, Origins og Nuskin í húðvörum og Clinique, Biodroga, Nuskin og mac í makeuppi!
Besti maskarinn er þó sá ódýrasti, Great Lash frá Maybelline!
Aloe Vera gel beint frá plöntunni eða úr túpu er lausn fyrir mörg vandamál, líka sólbruna og exem.
Þú ert það sem þú borðar og það besta sem þú getur gert fyrir húð og hár er að drekka fullt af vatni og taka C og E vítamín.
Jæja, ég vona að það hafi ekki verið algjörlega tilgangslaust að skrifa þetta niður og að einhver hafi gagn og gaman að þessu!
bestu.kv. grúppían.