Það hefur verið dáldið umræða hérna um Hagkaupsföt og ég vildi skrifa litla grein um það sem mér finnst um Hagkaupsföt.
Fólk er oft að segja að Hagkaupsföt séu ekkert verri en önnur föt en ég verð að segja að mér finnst það vera rangt. Ef þið eruð að meina að Hagkaupsföt séu ekkert verri í útliti en önnur föt þá gæti það verið rétt hjá ykkur, ég hef alveg séð flott Hagkaupsföt, þótt að Hagkaupsföt séu mest eftirlýkingar. Það sem ég er að segja er að mér finnst Hagkaupsfötin vera lélegri, rifna auðveldlega og liturinn fer auðveldlega úr og svolleis.
Þegar ég var yngri veslaði ég dáldið mikið í Hagkaup. Ég hef t.d oft keypt mér buxur þar og þær rifna alltaf einhvernvegin, en buxur frá öðrum búðum gera það ekki eins auðveldlega. Mamma keypti alltaf handa mér sundboli í Hagkaup og þegar ég var búin að vera í þeim í svona 3 mánuði voru þeir strax orðnir gegnsæjir!
Ég er ekki merkjafreak en ég hef bara haft slæma reynslu af Hagkaupsfötum. Það er líka hægt að kaupa föt á góðu verði í top shop, vero moda, zöru og allskonar búðum. Hagkaupsfötin eru ekki endilega ódýrust. Svo var mér sagt að fólk verslar oft í Hagkaup til að fá stærri stærðir, en ég verð þá að segja að það er hægt að fá stærri stærðir í Zik Zak tískuhúsi eða einhverjum þannig búðum (og það eru ekki einhver púkaleg föt endilega).
Ég ætla að byðjast afsökunnar á stafsetningar og málfræðivillunum.Ég er bara vitlaus og get lítið gert í því (nema kannski læra stafsetningu og málfræði)