Hæhæ
Fyrst vil ég byrja á því að bjóða öllum hugurum gleðilegs nýs árs!

Jæja … ég hef verið að skoða nuna síðasta klukkutímann eða svo greinar hérna á Tíska & útlit og mundi allt í einu eftir atviki sem gerðist í skólanum mínum…Ég veit reyndar ekki hvort að þetta passi endilega hérna inn en ég læt þetta samt flakka…

Það er ein stelpa sem við skulum bara kalla Önnu. Anna hafði alltaf verið doldið mikið þybbin og ekkert sérstök í rauninni gekk alltaf í svokölluðum hagkaupsfötum. Hún átti fáa vini en samt góða og var ein að þessum stelpum sem “var alltaf þarna”. Anna hugsaði heldur aldrei um hárið á sér og húðina. Anna átti heima við hliðiná mér og við vorum vinkonnur þegar við vorum yngri en fórum að vera minna saman þegar við fórum að eldast útaf því að hún var 1 ári eldri og fór þá að vera með jafnöldrum sínum.

En allavegana hún Anna fór á námskeið hjá Gauja litla og grenntist heil ósköp og má eiginlega bara seigja að hún hafi skroppið saman (þetta var um vor). Hún hætti að borða nammi og allt heila klabbið. En Anna var auðvitað bara sama gamla stelpan “sem var alltaf bara þarna”.

Fjölskylda Önnu var ein af þessum fjölskyldum sem fóru alltaf til sólarlanda á sumrin og svo stundum um jólin líka. En þegar ég sá Önnu eftir 4 vikur á spáni var hún rosalega brún og hafði grennst enn meira og hafði keypt sér rosalega mikið af merkjavörufötum og var byrjuð að mála sig rosalega fallega og hugsa um húðina og hárið, var búin að lita það flott og klippa það og var í rauninni orðin rosalega sæt.

En svo byrjaði skólinn aftur eftir nokkrar vikur og ég var að byrja í unglingadeildinni í skólnum og byrjaði þess vegna að sjá Önnu oftar í frímínutum og á göngunum milli tíma og ég tók eftir því að allir fóru að veita henni meiri athygli sérstaklega “vinsælu krakkarnir” ( sem eru í öllum skólum) og þó sérstaklega stekpurnar sem höfðu áhuga á fötumnum hennar. En eftir smá tíma var Anna farin að hanga með þessum krökkum og sérstaklega einn strákurinn var farin að veita henni mikla athygli og seinna byrjuðu þau saman.

Eftir svona ár eða svo vorum við Anna orðnar bestu vinkonur aftur og Anna og Krissi eru búin að vera saman í næmstum því ár núna.
Með þessari sögu um hana Önnu vinkonu mína vildi ég reyna að láta ykkur sjá hvernig tískan og útlit á fólki getur breytt miklu

Kveðjur Snoopygirl