Síðast þegar ég vissi þá er þetta frjálst land. En það eru til dálítið sem heitir reglur, sem er ein undirstaða að frelsi þótt margir séu ósammála. Vilt þú virkilega ekki að skólabúningar séu notaðir á Íslandi, það er leið til þess að sameina hópa staðin fyrir að tvístra þá. Eins og þið vitið, þá eru margur góður maðurinn dæmdur fyrir það að ganga í Hagkaupsfötum, hann er ekki dæmdur fyrir persónuna sína. Hvað ef við myndum fella þann hugsunarhátt og koma í gang skólabúningakerfi. Þá væru engin föt til að dæma fólk, heldur væri þá meiri möguleiki að kynnast persónunni og dæma hana eftir persónuleikanum.
Hvað kostar að vera “frjáls”? Ef við tjekkum
á því, hvað kostar föt nú til dags í tískuvöruverslunum? Buxur: 15.000, peysa 19.000, tískuúlpa: 21.000, þá erum við komin með upp í 55.000 kr, og svo kemur ný tískubylgja og ný og ný og ný. Það eru því miður allt of margir þrælar tískuiðnaðarinns og peningaflæðið er gífurlegt, þetta er margra vikna matarpeningur hjá venjulegri Íslenskri fjölskyldu,
a meðan Skólabúningar eru ódýrari, og endast lengur en tvær vikur (áður en önnur tískubylgja flæðir yfir Ísland).
Þú talar um frelsi, færðu að velja þínar eigin bækur í skóla? nei, Færðu að velja í hvaða fögum þú byrjar? Nei. Eða með hverjum þú ert með í bekk? Nei. Vá!!! Við höfum ekkert fresli (kaldhæðni). Ef þú vilt total frelsi, þá má næsti maður labba upp að þér og ræna þig, því annar er það ekki “frelsi” eins og heimskt fólk er að berjast fyrir í dag.
Gullbert
Reglur segirðu? Það er líka til dálítið sem kallast ofnotun og tilgangslausar reglur. Og nei ég vil svo sannarlega ekki að skólabúningar verði notaðir á Íslandi. Það að skikka mig eða aðra krakka til að ganga í einhverjum ákveðnum fötum í grunnskóla kalla ég ekki reglur heldur skerðingu á persónufrelsi.
Svo hef ég aldrei náð þessari pælingu með Hagkaupsföt. Það er ekki eins og það standi HAGKAUP stórum stöfum framan á, þau eru ekki merkt sérstaklega Hagkaup. Eruð þið þá að segja að allt það sem er ekki Diesel og annar álíka tískufatnaður séu Hagkaupsföt?
“Eins og þið vitið, þá eru margur góður maðurinn dæmdur fyrir það að ganga í Hagkaupsfötum, hann er ekki dæmdur fyrir persónuna sína.”
Og heldur þú að með tilkomu skólabúninga verði enginn dæmdur fyrir útlit? Heldurðu að allir verði jolly og glaðir því nú verði allir dæmdir eftir persónuleikanum? Nei, þú hefur enn þín persónulegu sérkenni og verður því dæmdur fyrir þau. En það er náttúrulega alveg til lýtaaðgerðir, eigum við ekki bara að hafa alla eins? Þá verða allir glaðir og jafnir!
Það að vera frjáls þarf ekki að þýða að ganga í dýrum tískufatnaði, það sér það hver heilvita maður. En það að vera ófrjáls kalla ég að geta t.d. ekki ráðið þínum eigin klæðaburði.
ekla
0
Já, reglur, þær eru notaðar til að halda uppi aga og reglu, sem eru til allra varnaðar. Til eru gangnslausar reglur, en skólabúningar eru ekki tilgangslaus. Pælið í gagnslausa einelti sem fólk er að lenda í fyrir að ganga í Hagkaupsfötu, já og btw. þetta er orð yfir föt sem eru ekki á 25.000 kr í 17 eða Mótor. Vitir menn vita að ekki er hægt að eyða einelti, en það er hægt að minnka það og það ætti að vera stefnan og ég meina fólk hefur framið SJÁLFSMORÐ út af miklu einelelti, er þér sama um það, ætlaru bara horfa framhjá því vandamáli eða ætlaru að feisa það eins og hugrökk manneskja. Hvað er skólatíminn langur? Hann er að meðaltali 6-8 tímar og hvað er að því að ganga í öðruvísi fötum en þú gerir þegar þú ferð í Smáralindina eða Partý eða hvað sem þú gerir.
Það er líka staðreynd að þjóðir sem setja skólabúninga eru betri í menntaveginum, t.d Bretland og Japan. Þar eru MJÖG hátt hlutfall menntaðra manna miðað við Ísland og mörg önnur ríki. Það var grunnskóli í Hafnrafirði sem tók upp skólabúninga fyrir fyrsta bekk og niðurstöðurnar voru að krakkarnir hættu að metast. Og það í FYRSTA bekk, svo eru við hinu fullorðnu að væla yfir því að meiga ekki ganga í fötum sem við viljum ganga í.
Þegar þú talar um skerðingu á persónufrelsi. Er það ekki skerðing á persónufrelsi þegar krakkar eru lagðir í einelti því að þau ganga ekki í fötum sem kostuðu 15.000-25.000 krónur? Er það ekki skerðing á persónufrelsi að ekki dæma fólk eftir persónuleikanum heldur hvaða flík er utan á þeim? Ef við eigum bara að velja allt sem við viljum, ættu þá ekki hjúkrunarfræðingar að ganga í sínum eigin fötum eða slökkviliðsmaður? Þú værir nú hissa ef þú værir einhverntímann stoppuð af lögreglunni og hún væri í buxum frá 17 og Peysu frá Kiss. Þetta eru ekki skerðing á persónufrelsi, þetta er sköpun laga sem á að tryggja að færri væru lögð í einelti og það væri minni tvístranir á hópum.
Og eitt að lokum, þú ert í skólanum til að læra, ekki til að halda tískusýningu.
Gullbert
0