Ég skrifa þessa grein því að ég vil fá álit ykkar.
Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvernig ég á að klæða mig, hvernig á ég að greiða á mér hárið og vona margt fleira sem að við kemur útliti, og hef ég nú helst verið að spá í þessa hluti til þess að heilla kvennþjóðina. Ég er nú yfirleitt bara í eikurum töff gallabuxum, Levis eða Diesel eða eikkað, og einhverjum flottum langerma bol við eða rendri peysu.
En nú langaði mig til þess að spyrja ykkur stelpurnar hér á huga hvernig ykkur finst flottast að strákar klæði sig? Finst ykkur flottast að strákar séu í frekar þröngum, snjáðum og rifnum að neðan buxum, eða finnst ykkur flottara að strákar séu í útvíðum flauelsbuxum, einhverjum svona skater. Hvað með að ofan? finnst ykkur flott að við séum í einhverjum langermabolum, skyrtum eða kanski einhverjum þykkum og síðum peysum? Svo má ekki gleima naríunum, hvernig viljiði annars hafa þær?
Svo er það náttúrulega líka hárið sem aðskiptir nokkru, t.d. e flott að strákar séu með strípur, er sítt hár alveg out og bítlahár inn, eða jafnvel snoðað?
Svo langaði mig að spyrja að lokum hversu mikið þið viljið hafa stráka rakaða. á maður að raka allt burt, bringuna, sportröndina, undir höndunum, lærin og fæturnir, bakið(er reyndar ekki með neitt þar, en ef maður fær nú einhvertíman). Og hvað með að neðan(þið vitið alveg hvar ég er að meina!).
Jæja, stelpur látið endilega í ykkur heyra um það hvernig þið fílið strákan svo við getum litið út eins og þið best fílið.
P.S. plz ekki segja: “vertu bara þú sjálfur,” því að ég skrifaði ekki þessa grein til þess að heyra það heldur kanski frekar til þess að fá svona smá “fashion tip.”