Fyrir um einni viku fór ég í Debenhams og óskaði eftir persónulegum stílista því ég ætlaði að hressa upp á útlitið. Ég er um 186 cm á hæð og svolítið í þyngra lagi. Í gegnum árin hef ég aðallega gengið í Levi's buxum og frekar töff skyrtum.
Þegar ég gekk inn í búðina tók á móti mér þessi ágæti maður sem ætlaði að hjálpa mér að velja föt. Við byrjum að prufa þó nokkrar kakí buxur í öllum regnbogans litum en honum fannst það engan veginn vera ég. Næst voru það flauelsbuxur en aftur varð hann ekki sáttur. Hann sagði að skyrturnar mínar væru asnalegar og lét mig prófa slatta af jökkum og peysum. Ég var búinn að vera inni í versluninni í ríflega þrjú korter en aldrei varð hann sáttur. Þá kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessi ,,tjokkó“ tíska sem ég var að miða á væri einfaldlega ekki mitt trend. Hann sagði að ég væri of þybbin að ofan fyrir bolina og með of stóran rass fyrir þröngar buxur.
þá spyr ég hann hvað ég ætti þá að miða á. Svarið var einfalt. Hann ráðlagði mér að gerast ,,gothari”. Hann benti mér á búðir þar sem ég gæti keypt mér leðurjakka, leðurfrakka, leðurbuxur, svarta boli, stígvél og annað glingur í þeim dúr.
Núna er ég búinn að kaupa fullt sett af fötum og litaði hárið mitt svart og mér finnst ég vera svikinn. Ég held að stílistinn hafi bara verið að gera gys af mér. Þetta fer mér bara ekkert vel og þetta kostaði yfir 30.000 kr.
Hvað finnst ykkur kæru hugarar að ég ætti að gera ?