X18 enn einu sinni
Fyrir svona mánuði voru allir að tala um X18 hérna..og ég varð bara að koma með smá komment á það. Mér finnst þetta frábært fyrirtæki, þeir eru með töff skó á viðráðanlegu verði, og þar að auki íslenskt! og þeir eiga nú hrós skilið fyrir að koma sér á markað í útlöndum…ég var í ekkert stórum bæ í englandi..og ég var stoppuð oftar en einu sinni og spurð hvar ég hefði fengið skóna mína!(x18 auðvitað) og fólk varð ekkert smá svekt þegar ég sagði “Iceland”. En það furðulegast var að ég sá svona skó í nokkrum skóbúðum…frekar dýrari en hér…og svo fór ég að spryja um þetta í ganni í London, og þeir voru alveg miður sín ef þeir áttu ekki skóna..og bentu mér á aðrar skóbúðir sem ættu þá!, ég bjóst ekki einu sinni við að þeir vissu hvað þetta væri! Þetta er gott dæmi um hvernig íslendingar hafa komið sér vel á framfæri erlendis og ættu fleiri að feta í þessi fótspor!